Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 19:01 Kristrún Frostadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. einar árnason Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira