Enski boltinn

„Ég er búinn að sakna ensku úrvalsdeildarinnar“

Atli Arason skrifar
Philipe Coutinho
Philipe Coutinho /Sky Sports

Philippe Coutinho stal senunni í 2-2 jafntefli Aston Villa við Manchester United í gær. Coutinho kom inn af varamannabekknum í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa og bæði skoraði og lagði upp mark á sínum fyrstu 15 mínútum í treyju Villa.

„Ég er búinn að sakna ensku úrvalsdeildarinnar. Eins og ég hef sagt áður þá er ég mjög hamingjusamur yfir því að vera kominn hingað og kynnast nýjum liðsfélögum. Þetta var góð byrjun, mér fannst við spila ágætlega í kvöld. Við trúðum á okkur alveg fram á síðustu mínútu. Við töpuðum leiknum allavega ekki og við munum bara halda áfram veginn,“ sagði Coutinho í viðtali við Sky Sports eftir leikinn.

Brassinn ber mikla virðingu fyrir Steven Gerrard, þjálfara Liverpool. Gerrard fékk Coutinho til Villa eftir erfiðan tíma hans hjá Barcelona.

„Þetta hefur verið mikið upp og niður hjá mér síðustu ár en það er allt í fortíðinni núna. Ég er hér til að einbeita mér að markmiðum félagsins og þjálfarans. Ég vil standa mig til að hjálpa klúbbnum og liðsfélögum mínum.“

Coutinho fékk blíðar móttökur á Villa Park en hann var formlega kynntur til leiks fyrir fullum velli örfáum andartökum fyrir leikinn gegn Manchester United.

„Ég var smá stressaður. Ég tala ekkert svo góða ensku en ég kýs frekar að tjá mig á vellinum en að tala mikið. Ég er mjög glaður, þetta var bara fyrsti leikurinn og við munum halda áfram. Mig langar að halda áfram að bæta sjálfan mig sem leikmann,“ sagði Philippe Coutinho, leikmaður Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×