Harrison með þrjú er Leeds vann West Ham í markaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 16:16 Jack Harrison fagnar einu þriggja marka sinna í dag. Twitter/@premierleague Leeds United vann 3-2 sigur á West Ham United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var einkar fjörugur og undir lok leiks voru mörk dæmd af báðum liðum. Þá fékk Jarrod Bowen sannkallað dauðafæri til að jafna metin í uppbótartíma. Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira