Harrison með þrjú er Leeds vann West Ham í markaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 16:16 Jack Harrison fagnar einu þriggja marka sinna í dag. Twitter/@premierleague Leeds United vann 3-2 sigur á West Ham United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var einkar fjörugur og undir lok leiks voru mörk dæmd af báðum liðum. Þá fékk Jarrod Bowen sannkallað dauðafæri til að jafna metin í uppbótartíma. Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira