Tuttugu vinsælustu kvikmyndir ársins 2021 á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2022 10:48 Bond og Leynilögga voru vinsælustu kvikmyndirnar hér á landi á síðasta ári. Samsett Nýjasta James Bond myndin No Time to Die var tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum hér á landi. Íslenska kvikmyndin Leynilögga var í öðru sæti listans. Samkvæmt tilkynningu frá FRÍSK halaði No Time to Die inn rúmlega 87 milljónum króna í miðasölu. Yfir 58 þúsund kvikmyndahúsagestir sáu Daniel Craig kveðja hlutverk sitt sem leyniþjónustumaðurinn vinsæli 007 og var kvikmyndin nokkuð örugglega aðsóknarmesta mynd ársins. Á hælum Bond á aðsóknarlista ársins mættu til leiks annars konar hetjur en fyrsta mynd Hannesar Þórs Halldórssonar, Leynilögga, sló heldur betur í gegn. Leynilögga þénaði yfir 76 milljónir í miðasölu en yfir 40 þúsund manns lögðu leið sína í kvikmyndahús til að sjá ofurlögguna Bússa berjast við hættulegustu glæpamenn landsins. Í þriðja sæti listans var svo nýjasta myndin um ofurhetjuna vinsælu Spider-man. Kvikmyndin Spider-man: No Way Home var frumsýnd viku fyrir jól en þrátt fyrir það klifraði Köngulóarmaðurinn alla leið upp í þriðja sæti listans yfir vinsælustu myndir ársins. Á fyrstu tveimur vikum sínum í sýningu þénaði kvikmyndin yfir 61 milljónir króna í miðasölu og höfðu þá yfir 40 þúsund manns séð hana í kvikmyndahúsum hérlendis. Einungis tvær íslenskar kvikmyndir rötuðu inn á listann yfir tuttugu tekjuhæstu kvikmyndir ársins en fimmtán íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu samkvæmt tilkynningunni. „Þrátt fyrir að einungis tvær íslenskar myndir hafi komist á listann yfir tekjuhæstu kvikmyndirnar mátti þó sjá aukningu í heildartekjum af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru yfir 146 milljónir króna samanborið við tæpar 116 milljónir árið 2020 en það er yfir 26 prósent aukning. Um 86 þúsund manns keyptu sig inn á íslensk verk á árinu samanborið við 70 þúsund manns á árinu 2020. Tvær kvikmyndir tóku til sín meirihlutann af aðsókn ársins en það voru áðurnefnd Leynilögga og gamanmyndin Saumaklúbburinn sem fengu yfir 74 prósent af heildartekjum íslenskra verka á árinu.“ Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.084.391.002 kr., sem er 62,4 prósent hækkun frá árinu á undan. 765.894 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu sem er tæplega 50 prósent aukning frá árinu 2020. Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2021 má sjá hér að neðan. Tekið er fram í tilkynningu FRÍSK að vinsældum mynda er ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda. FRÍSK (Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum) eru hagsmunasamtök rétthafa kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Á listanum hér fyrir neðan má sjá topplistann yfir kvikmyndirnar ásamt upplýsingum um dreyfingaraðila, frumsýningardag, tekjur og tölur yfir aðsókn hér á landi. No Time To Die Myndform Myndform Indie 8.10.2021 87.657.692 kr.Aðsókn 58.018 Leynilögga (Cop Secret)* Samfilm Sam Indie 20.10.2021 76.375.016 kr. Aðsókn 41.534 Spider-man: No Way Home (2021)* Sena Sony Pictures 17.12.2021 61.111.467 kr. Aðsókn 40.495 Dune (2021) Samfilm Warner Brothers 17.9.2021 42.754.365 kr. Aðsókn 27.749 Paw Patrol - The Movie (2021) Samfilm UIP-Paramount 18.8.2021 34.392.988 kr. Aðsókn 29.270 Free Guy Samfilm Walt Disney Studios 11.8.2021 33.950.637 kr. Aðsókn 23.760 Saumaklúbburinn Myndform Myndform Indie 2.6.2021 32.586.899 kr. Aðsókn 19.036 Black Widow Samfilm Walt Disney Studios 7.7.2021 30.641.950 kr. Aðsókn 20.680 Tom & Jerry (2021) Samfilm Warner Brothers 19.2.2021 29.504.842 kr. Aðsókn 26.029 Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings Samfilm Walt Disney Studios 3.9.2021 28.234.769 kr. Aðsókn 19.053 Venom: Let there be Carnage Sena Sony Pictures 22.10.2021 24.420.769 kr. Aðsókn 16.157 The Suicide Squad (2021) Samfilm Warner Brothers 6.8.2021 22.083.234 kr. Aðsókn 14.257 Space Jam: A New Legacy Samfilm Warner Brothers 14.7.2021 22.037.526 kr. Aðsókn 18.451 Fast & Furious 9 Myndform UIP-Universal 23.6.2021 22.030.196 kr. Aðsókn 14.862 Godzilla vs Kong Samfilm Warner Brothers 24.3.2021 21.126.294 kr. Aðsókn 14.771 Eternals Samfilm Walt Disney Studios 5.11.2021 19.679.743 kr. Aðsókn 12.756 The Conjuring; The Devil Made Me Do It Samfilm Warner Brothers 4.6.2021 19.455.351 kr. Aðsókn 12.469 A Quiet Place Part 2 Samfilm UIP-Paramount 28.5.2021 18.082.206 kr. Aðsókn 11.643 Raya and the Last Dragon Samfilm Walt Disney Studios 5.3.2021 17.031.266 kr. Aðsókn 14.965 The Boss Baby: Family Business Myndform UIP-Dreamworks 4.8.2021 14.774.965 kr. Aðsókn 12.715 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir The Power of the Dog og Succession sigursæl á Golden Globe Kvikmyndin The Power of the Dog og sjónvarpsþáttaröðin Succession stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins þegar Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi. Um var að ræða eina lágstemmdustu hátíð Hollywood í manna minnum en engar stjörnur voru viðstaddar. 10. janúar 2022 07:02 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2021 Árið 2021 var nokkuð betra en árið 2020. Þetta er ekki eingöngu satt í tengslum við kvikmyndir heldur flest allt. Hér er þó að mestu verið að tala um kvikmyndir. 27. desember 2021 20:00 Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. 10. desember 2021 21:54 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá FRÍSK halaði No Time to Die inn rúmlega 87 milljónum króna í miðasölu. Yfir 58 þúsund kvikmyndahúsagestir sáu Daniel Craig kveðja hlutverk sitt sem leyniþjónustumaðurinn vinsæli 007 og var kvikmyndin nokkuð örugglega aðsóknarmesta mynd ársins. Á hælum Bond á aðsóknarlista ársins mættu til leiks annars konar hetjur en fyrsta mynd Hannesar Þórs Halldórssonar, Leynilögga, sló heldur betur í gegn. Leynilögga þénaði yfir 76 milljónir í miðasölu en yfir 40 þúsund manns lögðu leið sína í kvikmyndahús til að sjá ofurlögguna Bússa berjast við hættulegustu glæpamenn landsins. Í þriðja sæti listans var svo nýjasta myndin um ofurhetjuna vinsælu Spider-man. Kvikmyndin Spider-man: No Way Home var frumsýnd viku fyrir jól en þrátt fyrir það klifraði Köngulóarmaðurinn alla leið upp í þriðja sæti listans yfir vinsælustu myndir ársins. Á fyrstu tveimur vikum sínum í sýningu þénaði kvikmyndin yfir 61 milljónir króna í miðasölu og höfðu þá yfir 40 þúsund manns séð hana í kvikmyndahúsum hérlendis. Einungis tvær íslenskar kvikmyndir rötuðu inn á listann yfir tuttugu tekjuhæstu kvikmyndir ársins en fimmtán íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu samkvæmt tilkynningunni. „Þrátt fyrir að einungis tvær íslenskar myndir hafi komist á listann yfir tekjuhæstu kvikmyndirnar mátti þó sjá aukningu í heildartekjum af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru yfir 146 milljónir króna samanborið við tæpar 116 milljónir árið 2020 en það er yfir 26 prósent aukning. Um 86 þúsund manns keyptu sig inn á íslensk verk á árinu samanborið við 70 þúsund manns á árinu 2020. Tvær kvikmyndir tóku til sín meirihlutann af aðsókn ársins en það voru áðurnefnd Leynilögga og gamanmyndin Saumaklúbburinn sem fengu yfir 74 prósent af heildartekjum íslenskra verka á árinu.“ Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.084.391.002 kr., sem er 62,4 prósent hækkun frá árinu á undan. 765.894 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu sem er tæplega 50 prósent aukning frá árinu 2020. Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2021 má sjá hér að neðan. Tekið er fram í tilkynningu FRÍSK að vinsældum mynda er ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda. FRÍSK (Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum) eru hagsmunasamtök rétthafa kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Á listanum hér fyrir neðan má sjá topplistann yfir kvikmyndirnar ásamt upplýsingum um dreyfingaraðila, frumsýningardag, tekjur og tölur yfir aðsókn hér á landi. No Time To Die Myndform Myndform Indie 8.10.2021 87.657.692 kr.Aðsókn 58.018 Leynilögga (Cop Secret)* Samfilm Sam Indie 20.10.2021 76.375.016 kr. Aðsókn 41.534 Spider-man: No Way Home (2021)* Sena Sony Pictures 17.12.2021 61.111.467 kr. Aðsókn 40.495 Dune (2021) Samfilm Warner Brothers 17.9.2021 42.754.365 kr. Aðsókn 27.749 Paw Patrol - The Movie (2021) Samfilm UIP-Paramount 18.8.2021 34.392.988 kr. Aðsókn 29.270 Free Guy Samfilm Walt Disney Studios 11.8.2021 33.950.637 kr. Aðsókn 23.760 Saumaklúbburinn Myndform Myndform Indie 2.6.2021 32.586.899 kr. Aðsókn 19.036 Black Widow Samfilm Walt Disney Studios 7.7.2021 30.641.950 kr. Aðsókn 20.680 Tom & Jerry (2021) Samfilm Warner Brothers 19.2.2021 29.504.842 kr. Aðsókn 26.029 Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings Samfilm Walt Disney Studios 3.9.2021 28.234.769 kr. Aðsókn 19.053 Venom: Let there be Carnage Sena Sony Pictures 22.10.2021 24.420.769 kr. Aðsókn 16.157 The Suicide Squad (2021) Samfilm Warner Brothers 6.8.2021 22.083.234 kr. Aðsókn 14.257 Space Jam: A New Legacy Samfilm Warner Brothers 14.7.2021 22.037.526 kr. Aðsókn 18.451 Fast & Furious 9 Myndform UIP-Universal 23.6.2021 22.030.196 kr. Aðsókn 14.862 Godzilla vs Kong Samfilm Warner Brothers 24.3.2021 21.126.294 kr. Aðsókn 14.771 Eternals Samfilm Walt Disney Studios 5.11.2021 19.679.743 kr. Aðsókn 12.756 The Conjuring; The Devil Made Me Do It Samfilm Warner Brothers 4.6.2021 19.455.351 kr. Aðsókn 12.469 A Quiet Place Part 2 Samfilm UIP-Paramount 28.5.2021 18.082.206 kr. Aðsókn 11.643 Raya and the Last Dragon Samfilm Walt Disney Studios 5.3.2021 17.031.266 kr. Aðsókn 14.965 The Boss Baby: Family Business Myndform UIP-Dreamworks 4.8.2021 14.774.965 kr. Aðsókn 12.715
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir The Power of the Dog og Succession sigursæl á Golden Globe Kvikmyndin The Power of the Dog og sjónvarpsþáttaröðin Succession stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins þegar Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi. Um var að ræða eina lágstemmdustu hátíð Hollywood í manna minnum en engar stjörnur voru viðstaddar. 10. janúar 2022 07:02 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2021 Árið 2021 var nokkuð betra en árið 2020. Þetta er ekki eingöngu satt í tengslum við kvikmyndir heldur flest allt. Hér er þó að mestu verið að tala um kvikmyndir. 27. desember 2021 20:00 Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. 10. desember 2021 21:54 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
The Power of the Dog og Succession sigursæl á Golden Globe Kvikmyndin The Power of the Dog og sjónvarpsþáttaröðin Succession stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins þegar Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi. Um var að ræða eina lágstemmdustu hátíð Hollywood í manna minnum en engar stjörnur voru viðstaddar. 10. janúar 2022 07:02
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2021 Árið 2021 var nokkuð betra en árið 2020. Þetta er ekki eingöngu satt í tengslum við kvikmyndir heldur flest allt. Hér er þó að mestu verið að tala um kvikmyndir. 27. desember 2021 20:00
Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. 10. desember 2021 21:54