Chelsea að stimpla sig úr toppbaráttunni

Sindri Sverrisson skrifar
Chelsea FC vs Brighton & Hove Albion FC
EPA-EFE/Neil Hall

Brighton og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í annað sinn á tuttugu dögum er liðin mættust í ensku úrvalsdieldinni í kvöld.

Gestirnir í Chelsea tóku forystuna eftir tæplega hálftíma leik með marki frá Hakim Ziyech og staðan var því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja.

Þrátt fyrir að gestirnir hafi verið meira með boltann í upphafi síðari hálfleiks voru það heimamenn sem skoruðu annað mark leiksins. Þar var á ferðinni Adam Webster þegar hann skallaði hornspyrnu Alexis Mac Allister í netið.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli.

Chelsea mistókst því að endurheimta annað sæti deildarinnar af Liverpool, og situr nú í þriðja sæti með 44 stig. Liðið hefur leikið 23 leiki og er 12 stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik minna.

Brighton situr hins vegar í níunda sæti deildarinnar með 29 stig eftir 21 leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira