Þórdís Kolbrún segir umdeilt tíst ekki varða sóttvarnir Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2022 22:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hafnar því að umdeilt tíst sem hún birti í gær tengist afstöðu hennar til sóttvarnaaðgerða. Í umræddri færslu á Twitter birti ráðherrann tilvitnun í bandaríska mannréttindafrömuðinn Martin Luther King Jr. og sagði að viska hans eigi einkum við á tímum þar sem atlaga hafi verið gerð að mörgum grunnréttindum fólks. Óhætt er að segja að ummæli Þórdísar Kolbrúnar hafi valdið nokkru fjaðrafoki á Twitter þar sem gagnrýnendur settu tístið í samhengi við málflutning hennar um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Þórdís Kolbrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að tístið hafi verið „hugsað í algjörri einlægni sem tákn um virðingu fyrir manni sem er sameiginleg táknmynd margs þess besta í fari mannkyns; hugrekkis, réttsýni og baráttuþreki fyrir mannréttindum.“ Tístið var birt á degi á Martin Luther King. “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged. #MLKDay— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 17, 2022 Gagnrýnendur ráðherrans hafa sakað Þórdísi Kolbrúnu um að líkja baráttu Martin Luther King fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna við andóf gegn frelsistakmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fram kemur í frétt Kjarnans að hún segi það ranga túlkun að tengja tístið skoðunum hennar á tilteknum sóttvarnaaðgerðum. Í stað þess hafi hún vísað til að víða um heim hafi borið á tilhneigingu til að takmarka frelsi fólks til tjáningar og frjálsrar hugsunar. Þórdís Kolbrún sagði í samtali við RÚV á föstudag að Íslendingar væru að upplifa tímabil þar sem ákveðin borgaraleg réttindi hafi verið tekin að láni. Eðlilegt sé að velta fyrir sér öðrum sjónarmiðum um áhrif faraldursins, til að mynda á lýðheilsu og geðheilbrigði. Hún standi þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða sem tóku gildi á laugardag. Janúar rétt hálfnaður og verst Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju — Thor Johannesson (@ThorJohannesson) January 18, 2022 Hvaða gullkorni skyldi hún gauka að okkur í dag? Kannski sóttvarnaraðgerðir bornar saman við gyðingaofsóknir?— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 18, 2022 Are you seriously comparing the struggles of the black community to be treated as equal human beings to the minor inconveniences due to infection control?They were (and still are) being killed and you had to miss a few nights out with friends. Read a book and quit your job.— Cassandra of Troy (@PhoenixJRamos) January 18, 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Óhætt er að segja að ummæli Þórdísar Kolbrúnar hafi valdið nokkru fjaðrafoki á Twitter þar sem gagnrýnendur settu tístið í samhengi við málflutning hennar um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Þórdís Kolbrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að tístið hafi verið „hugsað í algjörri einlægni sem tákn um virðingu fyrir manni sem er sameiginleg táknmynd margs þess besta í fari mannkyns; hugrekkis, réttsýni og baráttuþreki fyrir mannréttindum.“ Tístið var birt á degi á Martin Luther King. “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged. #MLKDay— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 17, 2022 Gagnrýnendur ráðherrans hafa sakað Þórdísi Kolbrúnu um að líkja baráttu Martin Luther King fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna við andóf gegn frelsistakmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fram kemur í frétt Kjarnans að hún segi það ranga túlkun að tengja tístið skoðunum hennar á tilteknum sóttvarnaaðgerðum. Í stað þess hafi hún vísað til að víða um heim hafi borið á tilhneigingu til að takmarka frelsi fólks til tjáningar og frjálsrar hugsunar. Þórdís Kolbrún sagði í samtali við RÚV á föstudag að Íslendingar væru að upplifa tímabil þar sem ákveðin borgaraleg réttindi hafi verið tekin að láni. Eðlilegt sé að velta fyrir sér öðrum sjónarmiðum um áhrif faraldursins, til að mynda á lýðheilsu og geðheilbrigði. Hún standi þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða sem tóku gildi á laugardag. Janúar rétt hálfnaður og verst Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju — Thor Johannesson (@ThorJohannesson) January 18, 2022 Hvaða gullkorni skyldi hún gauka að okkur í dag? Kannski sóttvarnaraðgerðir bornar saman við gyðingaofsóknir?— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 18, 2022 Are you seriously comparing the struggles of the black community to be treated as equal human beings to the minor inconveniences due to infection control?They were (and still are) being killed and you had to miss a few nights out with friends. Read a book and quit your job.— Cassandra of Troy (@PhoenixJRamos) January 18, 2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira