Ralf sáttur með De Gea og segir eðlilegt að Ronaldo hafi verið pirraður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:45 Ronaldo var ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli. Twitter/MirrorFootball Það var glaður Ralf Rangnick sem ræddi við fjölmiðla að loknum 3-1 sigri sinna manna í Manchester United á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann var þó ekki sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
„Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira