„Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. janúar 2022 11:30 Innblásturinn er óræður hjá listamanninum Baldvini Einarssyni. Vilhelm Gunnarsson/Vísir Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. Baldvin er búsettur í Antwerp, Belgíu og kláraði þar mastersgráðu í myndlist við Royal Academy of Fine Arts. Hann er nú með sýninguna Op í D sal Hafnarhússins sem lýkur á morgun, sunnudag 23. janúar, en sýningin einkennist af ýmsum valmöguleikum staðsettum fyrir ofan op sem minna á bréfalúgur. „Ég var að hjóla og ég sá bréfalúgu. Það stóð eitthvað svona „No Fear“ fyrir ofan bréfalúguna og mér fannst það skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu,“ segir Baldvin. Hann segir erfitt að staðsetja nákvæmlega hvaðan innblásturinn kemur í listsköpun sinni. Eitthvað í umhverfinu geti til dæmis gripið hann og svo komið fram sem hugmynd síðar en hjá Baldvini spilar teikningin veigamikið hlutverk í að koma hugmyndunum áleiðis. „Oft eru hugmyndir þannig að maður sér bara eitthvað og án þess að vita alveg af hverju þá er eitthvað þar sem þarf að rannsaka. Það er erfitt að segja nákvæmlega hvaðan hlutirnir koma en í gegnum teikningu eða einhvers konar leik á vinnustofu þá koma upp hlutir sem maður hefur orðið vitni að eða lesið um eða eitthvað, þeir eru svífandi þarna einhversstaðar og svo í vinnu þá koma þeir fram. Það er ekki endilega eitthvað sem ég leita í og fæ beint innblástur heldur síast hann inn og svo koma þessir hlutir út, yfirleitt í gegnum teikningu hjá mér.“ Hér má sjá þáttinn KÚNST í heild sinni: Klippa: KÚNST - Baldvin Einarsson Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Menning Myndlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Baldvin er búsettur í Antwerp, Belgíu og kláraði þar mastersgráðu í myndlist við Royal Academy of Fine Arts. Hann er nú með sýninguna Op í D sal Hafnarhússins sem lýkur á morgun, sunnudag 23. janúar, en sýningin einkennist af ýmsum valmöguleikum staðsettum fyrir ofan op sem minna á bréfalúgur. „Ég var að hjóla og ég sá bréfalúgu. Það stóð eitthvað svona „No Fear“ fyrir ofan bréfalúguna og mér fannst það skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu,“ segir Baldvin. Hann segir erfitt að staðsetja nákvæmlega hvaðan innblásturinn kemur í listsköpun sinni. Eitthvað í umhverfinu geti til dæmis gripið hann og svo komið fram sem hugmynd síðar en hjá Baldvini spilar teikningin veigamikið hlutverk í að koma hugmyndunum áleiðis. „Oft eru hugmyndir þannig að maður sér bara eitthvað og án þess að vita alveg af hverju þá er eitthvað þar sem þarf að rannsaka. Það er erfitt að segja nákvæmlega hvaðan hlutirnir koma en í gegnum teikningu eða einhvers konar leik á vinnustofu þá koma upp hlutir sem maður hefur orðið vitni að eða lesið um eða eitthvað, þeir eru svífandi þarna einhversstaðar og svo í vinnu þá koma þeir fram. Það er ekki endilega eitthvað sem ég leita í og fæ beint innblástur heldur síast hann inn og svo koma þessir hlutir út, yfirleitt í gegnum teikningu hjá mér.“ Hér má sjá þáttinn KÚNST í heild sinni: Klippa: KÚNST - Baldvin Einarsson Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Menning Myndlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira