Gera þurfi gangskör í að uppræta stafrænt kynferðisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2022 20:35 Sophie Mortimer vann að einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar. Vísir/Arnar Halldórsson Ungar stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í sívaxandi mæli. Breskur sérfræðingur í stafrænu kynferðisofbeldi segir að ríki heims þurfi að gera gangskör að því að uppræta ofbeldi af þessu tagi enda hafi þau alla burði til þess. Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira