Íslenski boltinn

Nýliðarnir fá reggísveiflu í vörnina

Sindri Sverrisson skrifar
Chyanne Dennis í leik með liði Háskóla Suður-Flórída.
Chyanne Dennis í leik með liði Háskóla Suður-Flórída. gousfbulls.com

Afturelding hefur tryggt sér góðan liðsstyrk fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Félagið hefur samið við jamaísku landsliðskonuna Chyanne Dennis.

Dennis er væntanleg til landsins eftir landsliðsverkefni með Jamaíku í febrúar en hún á að baki fjóra A-landsleiki.

Dennis, sem er 22 ára gömul og leikur sem miðvörður, er reyndar fædd og uppalin í Bandaríkjunum og var í U17-úrtakshópi Bandaríkjanna áður en hún ákvað svo að spila fyrir U20-landslið Jamaíku.

Hún hefur síðustu ár verið lykilmaður í liði South Florida Bulls í bandaríska háskólafótboltanum, þar sem hún var liðsfélagi landsliðskonunnar Andreu Ránar Hauksdóttur.

Afturelding verður nýliði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa endað í 2. sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð. Þrír mánuðir eru í fyrsta leik Aftureldingar í deildinni, gegn Selfossi í Mosfellsbænum 27. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×