Vill að hetjan úr Hótel Rúanda verði dæmd í lífstíðarfangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 11:06 Ákæruvaldið fer nú fram á að Paul Rusesabagina verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Rusesabagina er 67 ára gamall. Getty/Stringer Saksóknari í Rúanda hefur farið fram á að dómur yfir Paul Rusesabagina, hetjunni úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, verði þyngdur í lífstíðardóm. Rusesabagina var dæmdur í 25 ára fangelsi í september fyrir hryðjuverk. Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans. Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans.
Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48