Leggur til breytingar á sóttkví í dag og telur hugmyndir Kára ágætar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. janúar 2022 12:11 Þórólfur segir hugmyndir Kára um að afnema einangrun alls ekki svo vitlausar en vill þó fara hægt í sakirnar frekar en að taka of stórt skref og þurfa að bakka með það síðar. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til tilslakanir á reglum um sóttkví í vikunni og afléttingar á samkomutakmörkunum í þeirri næstu. Hann segir hugmynd Kára Stefánssonar um að afnema sóttkví og einangrun ekki svo vitlausa en telur þó skynsamlegra að gera það í skrefum. „Við höfum allar forsendur til að slaka á sóttvarnatakmörkunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Nú sé aðeins spurning um hversu mikið og hratt sé skynsamlegt að gera það. „Það sem að er í vinnslu núna með ráðuneytinu og ráðherranum er að einfalda sóttkvíarmálin og einfalda sýnatökurnar. Og ég held að það sé skynsamlegt að byrja á því,“ segir Þórólfur. Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að nýjum reglum um sóttkví. Hann leggur ekki til að afnema sóttkví alveg en vill að fleiri verði undanþegnir henni. Kári vill aflétta einangrun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ganga enn lengra og afnema alveg sóttkví og einangrun í landinu. „Þetta er alltaf spurning um að vega og meta. Erum við að fá meira fyrir þetta en við glötum? Og eins og stendur þá held ég að við séum að fá minna fyrir sóttkví og einangrun heldur en við glötum þannig ég er að segja að við ættum að prófa að sleppa þessu og sjá hvernig fer,“ segir Kári. Ómíkron afbrigðið hafi gjörbreytt öllu. Kári vill ganga lengra en Þórólfur eins og svo oft áður.vísir „Ég held að þessi pest sé komin á þann stað að við eigum að hætta að láta hana hefta okkur eins og hún hefur gert hingað til,“ segir Kári. Þórólfur segir þetta alls ekki svo vitlausa hugmynd. „Þetta hljómar mjög vel en ég er ekki viss um að það gangi svo vel að ætla að byrja á einhverju og fara svo að bakka. Það hefur ekki gefist mjög vel að þurfa að fara að herða aftur. Þannig að ég held að það sé skynsamlegra að fara hægt í sakirnar frekar en að fara of hratt og þurfa svo að stíga eitt skref til baka. Það væri dálítið snúið og erfitt að gera það," segir Þórólfur. „En þessi hugmynd er bara ágæt,“ bætir hann við. Byrjum á sóttkví en bíðum með samkomutakmarkanir Hann segir ljóst að nú verði uppi skiptar skoðanir um einmitt þetta, hversu hratt eigi að ráðast í afléttingar. Hann vinnur nú að tillögum að afléttingaráætlun á samkomutakmörkunum fyrir heilbrigðisráðuneytið sem hann vonast til að verði til í lok vikunnar. Hann telur skynsamlegast að byrja á að breyta reglum um sóttkví áður en ráðist er í almennar afléttingar og það má skilja það á orðum hans að hann vilji helst að þær 10 manna samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi verði það áfram þar til 2. febrúar þegar þær renna út. „Ég held að það sé skynsamlegra að gera það [byrja á að létta á sóttkví] því að það er bara mjög takmarkandi fyrir atvinnulífið í landinu og mörg fyrirtæki þannig ég held að það sé bara mjög brýnt að reyna aðeins að létta á því,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Við höfum allar forsendur til að slaka á sóttvarnatakmörkunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Nú sé aðeins spurning um hversu mikið og hratt sé skynsamlegt að gera það. „Það sem að er í vinnslu núna með ráðuneytinu og ráðherranum er að einfalda sóttkvíarmálin og einfalda sýnatökurnar. Og ég held að það sé skynsamlegt að byrja á því,“ segir Þórólfur. Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að nýjum reglum um sóttkví. Hann leggur ekki til að afnema sóttkví alveg en vill að fleiri verði undanþegnir henni. Kári vill aflétta einangrun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ganga enn lengra og afnema alveg sóttkví og einangrun í landinu. „Þetta er alltaf spurning um að vega og meta. Erum við að fá meira fyrir þetta en við glötum? Og eins og stendur þá held ég að við séum að fá minna fyrir sóttkví og einangrun heldur en við glötum þannig ég er að segja að við ættum að prófa að sleppa þessu og sjá hvernig fer,“ segir Kári. Ómíkron afbrigðið hafi gjörbreytt öllu. Kári vill ganga lengra en Þórólfur eins og svo oft áður.vísir „Ég held að þessi pest sé komin á þann stað að við eigum að hætta að láta hana hefta okkur eins og hún hefur gert hingað til,“ segir Kári. Þórólfur segir þetta alls ekki svo vitlausa hugmynd. „Þetta hljómar mjög vel en ég er ekki viss um að það gangi svo vel að ætla að byrja á einhverju og fara svo að bakka. Það hefur ekki gefist mjög vel að þurfa að fara að herða aftur. Þannig að ég held að það sé skynsamlegra að fara hægt í sakirnar frekar en að fara of hratt og þurfa svo að stíga eitt skref til baka. Það væri dálítið snúið og erfitt að gera það," segir Þórólfur. „En þessi hugmynd er bara ágæt,“ bætir hann við. Byrjum á sóttkví en bíðum með samkomutakmarkanir Hann segir ljóst að nú verði uppi skiptar skoðanir um einmitt þetta, hversu hratt eigi að ráðast í afléttingar. Hann vinnur nú að tillögum að afléttingaráætlun á samkomutakmörkunum fyrir heilbrigðisráðuneytið sem hann vonast til að verði til í lok vikunnar. Hann telur skynsamlegast að byrja á að breyta reglum um sóttkví áður en ráðist er í almennar afléttingar og það má skilja það á orðum hans að hann vilji helst að þær 10 manna samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi verði það áfram þar til 2. febrúar þegar þær renna út. „Ég held að það sé skynsamlegra að gera það [byrja á að létta á sóttkví] því að það er bara mjög takmarkandi fyrir atvinnulífið í landinu og mörg fyrirtæki þannig ég held að það sé bara mjög brýnt að reyna aðeins að létta á því,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira