Finnskur þingmaður sóttur til saka vegna ummæla um samkynhneigða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 13:08 Päivi Räsänen hefur verið ákærð fyrir hatursorðræðu gegn samkynhneigðum. EPA/MARKKU OJALA Finnskur þingmaður og fyrrverandi innanríkisráðherra mætti fyrir dóm í dag, ákærður fyrir hatursorðræðu gegn samkynhneigðum. Málið snýst um athugasemdir sem þingmaðurinn lét falla um að samkynhneigð væri þroskaröskun og synd. Päivi Räsänen hefur verið þingmaður fyrir kristilega demókrata frá árinu 1995 en er þar að auki menntaður læknir. Málið sem höfðað hefur verið gegn henni snýst um tvö ummæli sem hún lét falla, annars vegar í skoðanagrein sem birtist á netinu árið 2004 þar sem hún sagði samkynhneigð þroskaröskun og vegna tísts sem hún birti árið 2019 þar sem hún sagði samkynhneigð synd. Saksóknari vísaði til þess í dómssal í dag að Räsänen hafi þar að auki sagt í viðtali á útvarpsstöðinni Yle árið 2019 að samkynhneigð væri birtingarmynd genetískrar úrkynjunar. Räsänen hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt og vill meina að mál ákæruvaldsins sé byggt á veikum grunni. Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið mun héraðsdómi Helsinki ekki aðeins falla það í skaut að ákvarða hvort ummælin séu hatursorðræða heldur þurfi hann að ákvarða hvort að í sumum tilfellum teljist það glæpur að nota Biblíuna sem áreiðanlega heimild. „Ég finn mikla ábyrðgartilfinningu vegna þess að ég veit að þetta mál gæti verið fordæmisgefandi hvað varðar tjáningarfrelsi og trúarlegt frelsi,“ segir Räsänen í skriflegu svari við fyrirspurn Reuters um málið. „Það er klárt mál að kristnir sem fylgja reglum Biblíunnar hafa rétt til þess að taka þátt í opinberri umræðu.“ Í fyrrnefndri skoðanagrein, sem birtist árið 2004, hélt Räsänen því fram að vísindaleg gögn sönnuðu það án efa að samkynhneigð væri röskun á þróun kynhneigðar fólks. Þá ýjaði hún að því að ættu karlmenn í samkynja samböndum snemma á lífsleiðinni leiddi það til þess að þeir yrðu kynferðisofbeldismenn. Í fyrrnefndu tísti sem Räsänen birti árið 2019 gagnrýndi hún finnsku kirkjuna fyrir að hafa tekið þátt í skipulaggningu Gleðigöngu og birti jafnframt tilvitnun í Biblíuna, þar sem samkynja sambönd eru gagnrýnd. Saksóknarar fara fram á að Räsänen verði gert að greiða sekt fyrir ummælin og að útvarpsstöðinni Yle verði gert að fjarlægja hluta úr útvarpsþættinum af netinu. Finnland Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Päivi Räsänen hefur verið þingmaður fyrir kristilega demókrata frá árinu 1995 en er þar að auki menntaður læknir. Málið sem höfðað hefur verið gegn henni snýst um tvö ummæli sem hún lét falla, annars vegar í skoðanagrein sem birtist á netinu árið 2004 þar sem hún sagði samkynhneigð þroskaröskun og vegna tísts sem hún birti árið 2019 þar sem hún sagði samkynhneigð synd. Saksóknari vísaði til þess í dómssal í dag að Räsänen hafi þar að auki sagt í viðtali á útvarpsstöðinni Yle árið 2019 að samkynhneigð væri birtingarmynd genetískrar úrkynjunar. Räsänen hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt og vill meina að mál ákæruvaldsins sé byggt á veikum grunni. Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið mun héraðsdómi Helsinki ekki aðeins falla það í skaut að ákvarða hvort ummælin séu hatursorðræða heldur þurfi hann að ákvarða hvort að í sumum tilfellum teljist það glæpur að nota Biblíuna sem áreiðanlega heimild. „Ég finn mikla ábyrðgartilfinningu vegna þess að ég veit að þetta mál gæti verið fordæmisgefandi hvað varðar tjáningarfrelsi og trúarlegt frelsi,“ segir Räsänen í skriflegu svari við fyrirspurn Reuters um málið. „Það er klárt mál að kristnir sem fylgja reglum Biblíunnar hafa rétt til þess að taka þátt í opinberri umræðu.“ Í fyrrnefndri skoðanagrein, sem birtist árið 2004, hélt Räsänen því fram að vísindaleg gögn sönnuðu það án efa að samkynhneigð væri röskun á þróun kynhneigðar fólks. Þá ýjaði hún að því að ættu karlmenn í samkynja samböndum snemma á lífsleiðinni leiddi það til þess að þeir yrðu kynferðisofbeldismenn. Í fyrrnefndu tísti sem Räsänen birti árið 2019 gagnrýndi hún finnsku kirkjuna fyrir að hafa tekið þátt í skipulaggningu Gleðigöngu og birti jafnframt tilvitnun í Biblíuna, þar sem samkynja sambönd eru gagnrýnd. Saksóknarar fara fram á að Räsänen verði gert að greiða sekt fyrir ummælin og að útvarpsstöðinni Yle verði gert að fjarlægja hluta úr útvarpsþættinum af netinu.
Finnland Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira