Verslunum Olís á landsbyggðinni breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 14:47 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís. Nýtt félag verður stofnað innan Haga á næstu mánuðum sem er ætlað að sjá um þjónustu og sölu á hreinlætis-, rekstrar- og heilbrigðisvörum til stórnotenda. Nýja rekstrareiningin mun fá heitið Stórkaup en Hagar lokuðu samnefndri verslun sinni í maí á síðasta ári. Að sögn Haga mun nýja einingin taka við hlutverki Rekstrarlands sem er í dag hluti af Olís, dótturfélagi Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samstæðunni sem segir að Stórkaup muni nýta sterka innviði Haga þegar kemur að innkaupum- og vöruhúsarekstri. Með nýja félaginu vonast stjórnendur til að skerpa á skipulagi þjónustu og sölu til stórnotenda. „Samhliða opnun Stórkaups er unnið að aðlögun á útibúneti Olís á landsbyggðinni, einkum þjónustuskipulagi, en á næstu mánuðum verður verslunum breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur. Þetta mun gera Olís kleift að skerpa á fókus, varðveita þá sérstöðu sína sem fólgin er í nærþjónustu um allt land og veita enn betri þjónustu í þeim vöruflokkum sem eftir standa.“ Stefnt er að því að klára yfirfærslu verkefna til nýju rekstrareiningarinnar þann 1. maí. Árni Ingvarsson mun leiða Stórkaup. Horfi til breyttra neysluvenja „Með tilfærslu verkefna Olís innan samstæðu Haga hefur skapast grundvöllur fyrir rekstrareiningu sem sinnir stórnotendum umfram það sem við höfum hingað til gert og nýtum til þess styrkleika félagsins, einkum á sviði innkaupa og í starfsemi vöruhúsa. Samhliða horfum við til breyttra neysluvenja á matvöru á síðustu árum, þar sem hlutdeild veitingastaða, mötuneyta og framleiðenda á tilbúinni matvöru hefur heldur aukist í ýmsum vöruflokkum sem hafa augljósa snertifleti við núverandi starfsemi Haga. Stórkaup er ætlað það hlutverk að þjóna stórnotendum um aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin verða hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf., í tilkynningu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref til að efla hagkvæmi í rekstri og skerpa áherslur starfseminnar. Endurskipulagning á fyrirtækjasviði sé mikilvægur liður í þessum aðgerðum. „Við höfum fulla trú á að þessir vöruflokkar komi til með að blómstra innan Stórkaups þar sem þeir munu verða í enn frekari fókus og unnt verður að bæta við nýjum og spennandi vöruflokkum innan þessarar nýju einingar með tíð og tíma. Á sama tíma gera þessar aðgerðir okkur hjá Olís kleift að sníða sölu- og dreifikerfi okkar betur að þeim vöruflokkum sem eftir standa og skerpa fókus enn frekar á okkar kjarnarekstur,“ segir Frosti. Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Að sögn Haga mun nýja einingin taka við hlutverki Rekstrarlands sem er í dag hluti af Olís, dótturfélagi Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samstæðunni sem segir að Stórkaup muni nýta sterka innviði Haga þegar kemur að innkaupum- og vöruhúsarekstri. Með nýja félaginu vonast stjórnendur til að skerpa á skipulagi þjónustu og sölu til stórnotenda. „Samhliða opnun Stórkaups er unnið að aðlögun á útibúneti Olís á landsbyggðinni, einkum þjónustuskipulagi, en á næstu mánuðum verður verslunum breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur. Þetta mun gera Olís kleift að skerpa á fókus, varðveita þá sérstöðu sína sem fólgin er í nærþjónustu um allt land og veita enn betri þjónustu í þeim vöruflokkum sem eftir standa.“ Stefnt er að því að klára yfirfærslu verkefna til nýju rekstrareiningarinnar þann 1. maí. Árni Ingvarsson mun leiða Stórkaup. Horfi til breyttra neysluvenja „Með tilfærslu verkefna Olís innan samstæðu Haga hefur skapast grundvöllur fyrir rekstrareiningu sem sinnir stórnotendum umfram það sem við höfum hingað til gert og nýtum til þess styrkleika félagsins, einkum á sviði innkaupa og í starfsemi vöruhúsa. Samhliða horfum við til breyttra neysluvenja á matvöru á síðustu árum, þar sem hlutdeild veitingastaða, mötuneyta og framleiðenda á tilbúinni matvöru hefur heldur aukist í ýmsum vöruflokkum sem hafa augljósa snertifleti við núverandi starfsemi Haga. Stórkaup er ætlað það hlutverk að þjóna stórnotendum um aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin verða hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf., í tilkynningu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref til að efla hagkvæmi í rekstri og skerpa áherslur starfseminnar. Endurskipulagning á fyrirtækjasviði sé mikilvægur liður í þessum aðgerðum. „Við höfum fulla trú á að þessir vöruflokkar komi til með að blómstra innan Stórkaups þar sem þeir munu verða í enn frekari fókus og unnt verður að bæta við nýjum og spennandi vöruflokkum innan þessarar nýju einingar með tíð og tíma. Á sama tíma gera þessar aðgerðir okkur hjá Olís kleift að sníða sölu- og dreifikerfi okkar betur að þeim vöruflokkum sem eftir standa og skerpa fókus enn frekar á okkar kjarnarekstur,“ segir Frosti.
Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00