Newcastle bjartsýnt á að fá Lingard, Dele eða Ramsey fyrir gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 22:31 Newcastle vill aðeins leikmenn sem kunna að klappa. EPA Images Það gengur frekar brösuglega hjá Newcastle United að nýta nýtilkomið ríkidæmi sitt en Eddie Howe stefnir á að fá inn fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Meðal nafna sem eru orðuð við félagið eru Jesse Lingard, Dele Alli og Aaron Ramsey. Í frétt The Telegraph um leikmannamál Newcastle kemur fram að liðið sé á höttunum á eftir allt upp að fimm leikmönnum til viðbótar við þá Kieran Trippier og Chris Woods. Newcastle er sem stendur statt í heimalandi eiganda félagsins, Sádi-Arabíu, til að æfa í betra veðri en gengur og gerist í Norður-Englandi. Þó Manchester United eigi enn eftir að samþykkja tilboð Newcastle í Lingard virðist sem líkurnar séu meiri en minni að þau félagaskipti fari í gegn. The club are pushing to sign as many as five players in a hectic final week of the January transfer window | @LukeEdwardsTele— Telegraph Football (@TeleFootball) January 24, 2022 Lingard sjálfur er staddur í Dúbaí þar sem hann er nú við æfingar. Hann bíður svars frá forráðamönnum Man Utd varðandi möguleg félagaskipti. Þó leikmaðurinn verði samningslaus í sumar er ekki talið að Newcastle muni kaupa hann, þess í stað mun félagið fá hann á láni. Newcastle myndi þá borga Man Utd fimm til sex milljónir punda sem og öll laun leikmannsins en þau eru í kringum 80 þúsund pund á viku. Þá er Howe, þjálfari liðsins, einnig að íhuga að reyna fá Dele Alli á láni frá Tottenam Hotspur sem og Aaron Ramsey, leikmann Juventus, til að fríska upp á miðju liðsins. Til að þétta raðirnar aftast er verið að tala við Sevilla varðandi brasilíska miðvörðinn Diego Carlos. Enski miðvörðurinn James Tarkowski er einnig á óskalista Newcastle en talið er nær ómögulegt að Burnley muni selja Newcastle annan lykilmann en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu þegar tímabilið á Englandi er rúmlega hálfnað. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Í frétt The Telegraph um leikmannamál Newcastle kemur fram að liðið sé á höttunum á eftir allt upp að fimm leikmönnum til viðbótar við þá Kieran Trippier og Chris Woods. Newcastle er sem stendur statt í heimalandi eiganda félagsins, Sádi-Arabíu, til að æfa í betra veðri en gengur og gerist í Norður-Englandi. Þó Manchester United eigi enn eftir að samþykkja tilboð Newcastle í Lingard virðist sem líkurnar séu meiri en minni að þau félagaskipti fari í gegn. The club are pushing to sign as many as five players in a hectic final week of the January transfer window | @LukeEdwardsTele— Telegraph Football (@TeleFootball) January 24, 2022 Lingard sjálfur er staddur í Dúbaí þar sem hann er nú við æfingar. Hann bíður svars frá forráðamönnum Man Utd varðandi möguleg félagaskipti. Þó leikmaðurinn verði samningslaus í sumar er ekki talið að Newcastle muni kaupa hann, þess í stað mun félagið fá hann á láni. Newcastle myndi þá borga Man Utd fimm til sex milljónir punda sem og öll laun leikmannsins en þau eru í kringum 80 þúsund pund á viku. Þá er Howe, þjálfari liðsins, einnig að íhuga að reyna fá Dele Alli á láni frá Tottenam Hotspur sem og Aaron Ramsey, leikmann Juventus, til að fríska upp á miðju liðsins. Til að þétta raðirnar aftast er verið að tala við Sevilla varðandi brasilíska miðvörðinn Diego Carlos. Enski miðvörðurinn James Tarkowski er einnig á óskalista Newcastle en talið er nær ómögulegt að Burnley muni selja Newcastle annan lykilmann en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu þegar tímabilið á Englandi er rúmlega hálfnað.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira