„Þetta er soldið sagan þeirra“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 25. janúar 2022 14:31 Ljósmynd: Anna Maggý. MIMRA sendi frá sér lagið Easy to choose þann 19.janúar síðastliðinn. Lagið er sérstakt að því leyti að það var upprunalega samið sem leynileg brúðkaupsgjöf til vinkonu hennar. Lagið, eða gjöfin, er komin út núna um þremur árum síðar og útkoman er tímalaust og hugljúft ástarlag sem ætti heima í hvaða brúðkaupi sem er. „Sylvía vinkona mín bauð mér í brúðkaupið sitt í Amsterdam en ég var ekki viss með að komast. Ég ákvað að semja lag um hana og unnustann og söguna þeirra sem óvænta gjöf í staðinn. Svo fór það þannig að ég komst út, sagði þeim ekki frá því og flutti lagið í veislunni. Þetta er soldið sagan þeirra“ – MIMRA. Ljósmynd: Anna Maggý. Sylvía Hlynsdóttir er vinkonan sem um ræðir en hún er einmitt einnig tónlistarkona og trompetleikari. Hún tók svo upp trompet yfir lagið þegar það var hljóðritað í fyrra, sem gefur því jazzaðan og gamaldags blæ. MIMRA er listamannsnafn tónlistarkonunnar Maríu Magnúsdóttur. MIMRA hefur nýlokið við að taka upp sex laga stuttskífu (EP), Finding Place, og kemur hún út heild sinni í mars. Easy to choose er þriðja smáskífa plötunnar, en fyrst kom út lagið Sister og Out of the dark í kjölfarið í september og október á síðasta ári. Þetta er önnur plata MIMRU sem gaf fyrst út plötuna Sinking Island árið 2017. Á henni mátti finna kammer folk pop. Finding Place teygir sig meira í átt að dark indie popp / rokki. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið
Lagið, eða gjöfin, er komin út núna um þremur árum síðar og útkoman er tímalaust og hugljúft ástarlag sem ætti heima í hvaða brúðkaupi sem er. „Sylvía vinkona mín bauð mér í brúðkaupið sitt í Amsterdam en ég var ekki viss með að komast. Ég ákvað að semja lag um hana og unnustann og söguna þeirra sem óvænta gjöf í staðinn. Svo fór það þannig að ég komst út, sagði þeim ekki frá því og flutti lagið í veislunni. Þetta er soldið sagan þeirra“ – MIMRA. Ljósmynd: Anna Maggý. Sylvía Hlynsdóttir er vinkonan sem um ræðir en hún er einmitt einnig tónlistarkona og trompetleikari. Hún tók svo upp trompet yfir lagið þegar það var hljóðritað í fyrra, sem gefur því jazzaðan og gamaldags blæ. MIMRA er listamannsnafn tónlistarkonunnar Maríu Magnúsdóttur. MIMRA hefur nýlokið við að taka upp sex laga stuttskífu (EP), Finding Place, og kemur hún út heild sinni í mars. Easy to choose er þriðja smáskífa plötunnar, en fyrst kom út lagið Sister og Out of the dark í kjölfarið í september og október á síðasta ári. Þetta er önnur plata MIMRU sem gaf fyrst út plötuna Sinking Island árið 2017. Á henni mátti finna kammer folk pop. Finding Place teygir sig meira í átt að dark indie popp / rokki. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið