Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. janúar 2022 12:00 Vísir/Adelina Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. Svíar nota næst-mest á eftir Íslendingum af ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar eru langefstir þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins. Banvænn kokteill Sigurður Örn Hektorsson, fíknigeðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir þessa lyfjaneyslu Íslendinga ekki bara flókna, heldur stórhættulega. „Ef fólk ætlar að hafa það hugfast þegar það er að neyta þessara efna, að nota saman þessi svokölluðu bensólyf, eins og valíum eða stesólíd eða xanax eða alprasólam, með ópíóíðum. Það er dálítið banvænn kokteill, því miður.” Fjallað var um hinn nýja ópíóíðafaraldur á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér síðustu ár. Sumir sögðu það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og flóknara og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Við eigum okkur ekki kjörefni í neyslunni Sigurður Örn vann lengi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, meðal annars í fangelsum. Fíklarnir þar eiga langflestir sitt kjörefni, eins og heróín, amfetamín eða róandi. „Á Íslandi er miklu meira um blandaða neyslu, þar sem er blandað saman kókaíni, ópíóíðum, bensólyfjum, kannabis, áfengi. Það gerir meðferðina ennþá flóknari, afeitrunin er flóknari og erfiðari, og líka held ég að þetta hafi þau áhrif að fólk fellur fyrr þegar það fellur,” segir hann. Fólk byrjar ekkert ósjaldan á því að drekka áfengi. Svo kemur kókaínið, svo bensó svo ópíóíðarnir. Þetta getur verið í öllum samsetningum, en þetta er mjög sláandi. „Því efnin þín eru út um allt. Það er svo mikið framboð og hætta á því að þegar þú byrjar að nota eitt efni þá ertu farinn að nota annað efnið og svo þriðja efnið og fjórða efnið. Og það getur endað illa.” Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Svíar nota næst-mest á eftir Íslendingum af ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar eru langefstir þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins. Banvænn kokteill Sigurður Örn Hektorsson, fíknigeðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir þessa lyfjaneyslu Íslendinga ekki bara flókna, heldur stórhættulega. „Ef fólk ætlar að hafa það hugfast þegar það er að neyta þessara efna, að nota saman þessi svokölluðu bensólyf, eins og valíum eða stesólíd eða xanax eða alprasólam, með ópíóíðum. Það er dálítið banvænn kokteill, því miður.” Fjallað var um hinn nýja ópíóíðafaraldur á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér síðustu ár. Sumir sögðu það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og flóknara og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Við eigum okkur ekki kjörefni í neyslunni Sigurður Örn vann lengi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, meðal annars í fangelsum. Fíklarnir þar eiga langflestir sitt kjörefni, eins og heróín, amfetamín eða róandi. „Á Íslandi er miklu meira um blandaða neyslu, þar sem er blandað saman kókaíni, ópíóíðum, bensólyfjum, kannabis, áfengi. Það gerir meðferðina ennþá flóknari, afeitrunin er flóknari og erfiðari, og líka held ég að þetta hafi þau áhrif að fólk fellur fyrr þegar það fellur,” segir hann. Fólk byrjar ekkert ósjaldan á því að drekka áfengi. Svo kemur kókaínið, svo bensó svo ópíóíðarnir. Þetta getur verið í öllum samsetningum, en þetta er mjög sláandi. „Því efnin þín eru út um allt. Það er svo mikið framboð og hætta á því að þegar þú byrjar að nota eitt efni þá ertu farinn að nota annað efnið og svo þriðja efnið og fjórða efnið. Og það getur endað illa.”
Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00