3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. janúar 2022 23:01 Vísir/Arnar Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. Lyfjatengdum andlátum heldur áfram að fjölga, þó að læknar séu ekki eins viljugir til að skrifa út ávanabindandi lyf og áður. Kompás fjallaði í gær um hinn nýja ópíóíðafaraldur sem skellur nú á þjóðinni, með löglegum og ólöglegum, hreinum og óhreinum, verkjalyfjum sem flæða hér um allt. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér og sögðu sumir það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Metfjöldi fólks leysir út metfjölda lyfja Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafa aldrei fleiri einstaklingar leyst út jafn mörg ávanabindandi lyf yfir árið eins og í fyrra. Þetta voru rúmlega þrjú þúsund manns sem leystu út margar tegundir af ávanabindandi lyfjum, þar af var um þriðjungur eldri borgarar. Tíu efni í sömu manneskjunni Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri á hálfu ári en þau voru í fyrra frá janúar til júní, 24. Samkvæmt svörum Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum við fyrirspurn Kompás, er í flestum tilvikum um að ræða blöndu af mörgum mismunandi efnum sem leiðir fólk til dauða. Stundum eru greind allt upp í 10 mismunandi efni í þeim sem deyja. Norðurlandameistarar í hættulegum lyfjum Varðandi notkun á ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum koma Svíar í öðru sæti á eftir Íslendingum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar tróna langefst á toppnum þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins. Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. 24. janúar 2022 18:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Lyfjatengdum andlátum heldur áfram að fjölga, þó að læknar séu ekki eins viljugir til að skrifa út ávanabindandi lyf og áður. Kompás fjallaði í gær um hinn nýja ópíóíðafaraldur sem skellur nú á þjóðinni, með löglegum og ólöglegum, hreinum og óhreinum, verkjalyfjum sem flæða hér um allt. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér og sögðu sumir það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Metfjöldi fólks leysir út metfjölda lyfja Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafa aldrei fleiri einstaklingar leyst út jafn mörg ávanabindandi lyf yfir árið eins og í fyrra. Þetta voru rúmlega þrjú þúsund manns sem leystu út margar tegundir af ávanabindandi lyfjum, þar af var um þriðjungur eldri borgarar. Tíu efni í sömu manneskjunni Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri á hálfu ári en þau voru í fyrra frá janúar til júní, 24. Samkvæmt svörum Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum við fyrirspurn Kompás, er í flestum tilvikum um að ræða blöndu af mörgum mismunandi efnum sem leiðir fólk til dauða. Stundum eru greind allt upp í 10 mismunandi efni í þeim sem deyja. Norðurlandameistarar í hættulegum lyfjum Varðandi notkun á ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum koma Svíar í öðru sæti á eftir Íslendingum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar tróna langefst á toppnum þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins.
Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. 24. janúar 2022 18:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. 24. janúar 2022 18:45