Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 21:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það hafa verið stórt skref að gera breytingar á reglum á sóttkví en þúsundir landsmanna losna úr einangrun á miðnætti, stór hluti þeirra börn. Víðir ræddi stöðuna í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. „Ástæðan fyrir því að það sé farið í þessar afléttingar, þessar breytingar á sóttkví, eru nokkrar. Kannski sú stærsta, sem var kveikjan að því að fara að skoða þetta og finna lausnir, snýr einmitt að börnunum,“ sagði Víðir í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vísaði til þess að Umboðsmaður barna og fleiri sérfræðingar í málefnum barna hafi bent á það að síendurtekin sóttkví barna sé verri heldur en að börnin einfaldlega smitast af veirunni. „Það er verið að bera saman alls konar hluti, ekki bara hreinar og klárar sóttvarnaráðstafanir, og þess vegna var farið þessa leið með börnin. Síðan voru menn bara leita leiða til að láta samfélagið ganga, meta hættuna á sjúkdóminum, og öllu þessu sem við þekkjum öll,“ sagði Víðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra í gær að búast mætti við því að fleiri börn myndu greinast á næstunni, sem og fjölskyldur þeirra. „Það er augljóst í okkar huga að smitum muni fjölga. Við vitum bara hvað það er stór hluti þeirra undanfarið sem hefur verið í sóttkví sem að hafa verið að greinast og eru þá í fæstum tilfellum að útsetja einhvern annan. Nú verður breyting á og það má alveg búast við því að smitum fjölgi í kjölfarið,“ sagði Víðir. Fleiri lendi nú í einangrun Um það bil 13.300 eru nú í sóttkví á landinu en ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um hversu margir losna úr sóttkví á miðnætti. „Núna þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að þótt það fækki í sóttkví hjá þeim þá getur fjölgað þeim starfsmönnum sem eru í einangrun,“ sagði Víðir. Aðspurður um hvort hann sé uggandi yfir þeim breytingum sem kynntar voru í dag sagði Víðir svo vera. „Eftir tvo daga eru liðin slétt tvö ár frá því að við settum í fyrsta sinn á óvissustig vegna þessa faraldurs, og já ég er það auðvitað og ég held að við séum það öll sem að lifum og hrærumst í þessu,“ sagði Víðir. Fundað er nú reglulega með forstöðumönnum heilbrigðisstofnanna og staðan metin hjá fyrirtækjum sem sinna mikilvægum verkefnum en skiljanlega er staðan þung víða. „Ég er alveg sannfærður um að þetta á eftir að verða mjög erfitt fyrir mjög marga vinnustaði og mjög víða í kerfinu núna næstu vikurnar en ljósið við endann á göngunum er náttúrulega það að við sjáum fram á bjartari tíma í lok mars eða byrjun apríl,“ sagði Víðir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að afléttingaráætlun verði kynnt á föstudaginn en þangað til verða áfram í gildi tíu manna samkomutakmarkanir. „Þetta verður bara tekið í skrefum. Við sjáum að löndin í kringum okkur hafa mörg hver verið að boða og kynna sínar afléttingaráætlanir, þær eru mislangar og menn ætla að gera þetta mishratt, þannig það er bara fróðlegt að fylgjast með, enn og aftur, hvernig við erum að grera þetta á mismunandi hátt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Almannavarnir Tengdar fréttir Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44 Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07 Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það hafa verið stórt skref að gera breytingar á reglum á sóttkví en þúsundir landsmanna losna úr einangrun á miðnætti, stór hluti þeirra börn. Víðir ræddi stöðuna í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. „Ástæðan fyrir því að það sé farið í þessar afléttingar, þessar breytingar á sóttkví, eru nokkrar. Kannski sú stærsta, sem var kveikjan að því að fara að skoða þetta og finna lausnir, snýr einmitt að börnunum,“ sagði Víðir í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vísaði til þess að Umboðsmaður barna og fleiri sérfræðingar í málefnum barna hafi bent á það að síendurtekin sóttkví barna sé verri heldur en að börnin einfaldlega smitast af veirunni. „Það er verið að bera saman alls konar hluti, ekki bara hreinar og klárar sóttvarnaráðstafanir, og þess vegna var farið þessa leið með börnin. Síðan voru menn bara leita leiða til að láta samfélagið ganga, meta hættuna á sjúkdóminum, og öllu þessu sem við þekkjum öll,“ sagði Víðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra í gær að búast mætti við því að fleiri börn myndu greinast á næstunni, sem og fjölskyldur þeirra. „Það er augljóst í okkar huga að smitum muni fjölga. Við vitum bara hvað það er stór hluti þeirra undanfarið sem hefur verið í sóttkví sem að hafa verið að greinast og eru þá í fæstum tilfellum að útsetja einhvern annan. Nú verður breyting á og það má alveg búast við því að smitum fjölgi í kjölfarið,“ sagði Víðir. Fleiri lendi nú í einangrun Um það bil 13.300 eru nú í sóttkví á landinu en ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um hversu margir losna úr sóttkví á miðnætti. „Núna þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að þótt það fækki í sóttkví hjá þeim þá getur fjölgað þeim starfsmönnum sem eru í einangrun,“ sagði Víðir. Aðspurður um hvort hann sé uggandi yfir þeim breytingum sem kynntar voru í dag sagði Víðir svo vera. „Eftir tvo daga eru liðin slétt tvö ár frá því að við settum í fyrsta sinn á óvissustig vegna þessa faraldurs, og já ég er það auðvitað og ég held að við séum það öll sem að lifum og hrærumst í þessu,“ sagði Víðir. Fundað er nú reglulega með forstöðumönnum heilbrigðisstofnanna og staðan metin hjá fyrirtækjum sem sinna mikilvægum verkefnum en skiljanlega er staðan þung víða. „Ég er alveg sannfærður um að þetta á eftir að verða mjög erfitt fyrir mjög marga vinnustaði og mjög víða í kerfinu núna næstu vikurnar en ljósið við endann á göngunum er náttúrulega það að við sjáum fram á bjartari tíma í lok mars eða byrjun apríl,“ sagði Víðir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að afléttingaráætlun verði kynnt á föstudaginn en þangað til verða áfram í gildi tíu manna samkomutakmarkanir. „Þetta verður bara tekið í skrefum. Við sjáum að löndin í kringum okkur hafa mörg hver verið að boða og kynna sínar afléttingaráætlanir, þær eru mislangar og menn ætla að gera þetta mishratt, þannig það er bara fróðlegt að fylgjast með, enn og aftur, hvernig við erum að grera þetta á mismunandi hátt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Almannavarnir Tengdar fréttir Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44 Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07 Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44
Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07
Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47