Vallea lagði XY í æsispennandi leik Snorri Rafn Hallsson skrifar 26. janúar 2022 15:00 Í síðari leik gærkvöldsins mættust liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, Vallea og XY. Fyrri leikur liðanna fór 16-9 fyrir XY og því mikilvægt fyrir Vallea að vinna þessa viðureign og styrkja þar með stöðu sína á töflunni og jafna leika innbyrðis. Það var því spenna í loftinu þegar Minidegreez steig á stokk fyrir Vallea gegn sínum gömlu liðsfélögum í Dust 2 sem biðu 16-4 afhroð í síðasta leik sínum gegn Dusty. XY missti ekki mann í hnífalotunni og hóf því leikinn í vörn (Counter-Terrorists) og brugðu Vallea-menn sér því í gervi hryðjuverkamannana í fyrri hálfleik. Vallea kom sprengjunni hratt og örugglega fyrir strax í fyrstu lotu en XY var ekki heldur lengi að fella þá alla og koma í veg fyrir að sprengjan springi. Þétti Vallea þá hópinn um hæl, jafnaði leika og komst yfir í 4-1 með snörpum sóknum og samheldni. XY sem ekki hafði lagt í að reyna að aftengja sprengjuna tók sér þá leikhlé og skelltu í lás strax í næstu lotu. Leikurinn var þá örlítið fram og til baka þar sem liðin skiptust á lotum. XY voru árásargjarnir gegn skipulögðu liði Vallea og tókst að halda efnahag Vallea í lágmarki og jafna á ný. Tvær þrefaldar fellur frá H0Z1D3R skiluðu sínu og innkoma hans í stað Criis greinilega kærkomin. XY náði oftar en ekki að opna loturnar og halda þannig aftur af Vallea til að komast yfir og vinna hálfleikinn. Staða í hálfleik: XY 8 - 7 Vallea Vallea komst þó strax á gott skrið í síðari hálfleik og vann fyrstu 6 lotunar þar sem gálausir leikmenn XY mættu hlupu trekk í trekk beint í flasið á vel undirbúnum leikmönnum Vallea. Ekki var mikið fyrir hugmyndaauðgi að fara í sókn XY framan af síðari hálfleik. Missti XY því gjarnan marga menn snemma í lotum sem gerði Vallea auðvelt að hreinsa upp þá sem eftir stóðu. Stalz og Narfi voru að vanda harðir í horn að taka í vörninni á meðan Spike, Stalz og Minidegreez stilltu XY upp við vegg. XY tókst að klóra í bakkann bæði blankir og illa vopnaðir og snúa efnahagnum sér í vil. Þegar á hólminn var komið náði Vallea að vopnast aftur fyrir lokasprettinn og sigla sigrinum heim í tuttugustu og áttundu lotu með dramatískri fellu Stalz á J0n sem var við að það halda draumnum á lífi með fjórfaldri fellu. Lokastaða: XY 12 - 16 Vallea Sigur Vallea var sá níundi á tímabilinu og smeygir liðið sér því við hlið Þórs í öðru sætinu en Þór á þó leik til góða á föstudaginn. 4. febrúar mætir Vallea toppliði Dusty en sama kvöld mætir XY Ármanni. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Í síðari leik gærkvöldsins mættust liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, Vallea og XY. Fyrri leikur liðanna fór 16-9 fyrir XY og því mikilvægt fyrir Vallea að vinna þessa viðureign og styrkja þar með stöðu sína á töflunni og jafna leika innbyrðis. Það var því spenna í loftinu þegar Minidegreez steig á stokk fyrir Vallea gegn sínum gömlu liðsfélögum í Dust 2 sem biðu 16-4 afhroð í síðasta leik sínum gegn Dusty. XY missti ekki mann í hnífalotunni og hóf því leikinn í vörn (Counter-Terrorists) og brugðu Vallea-menn sér því í gervi hryðjuverkamannana í fyrri hálfleik. Vallea kom sprengjunni hratt og örugglega fyrir strax í fyrstu lotu en XY var ekki heldur lengi að fella þá alla og koma í veg fyrir að sprengjan springi. Þétti Vallea þá hópinn um hæl, jafnaði leika og komst yfir í 4-1 með snörpum sóknum og samheldni. XY sem ekki hafði lagt í að reyna að aftengja sprengjuna tók sér þá leikhlé og skelltu í lás strax í næstu lotu. Leikurinn var þá örlítið fram og til baka þar sem liðin skiptust á lotum. XY voru árásargjarnir gegn skipulögðu liði Vallea og tókst að halda efnahag Vallea í lágmarki og jafna á ný. Tvær þrefaldar fellur frá H0Z1D3R skiluðu sínu og innkoma hans í stað Criis greinilega kærkomin. XY náði oftar en ekki að opna loturnar og halda þannig aftur af Vallea til að komast yfir og vinna hálfleikinn. Staða í hálfleik: XY 8 - 7 Vallea Vallea komst þó strax á gott skrið í síðari hálfleik og vann fyrstu 6 lotunar þar sem gálausir leikmenn XY mættu hlupu trekk í trekk beint í flasið á vel undirbúnum leikmönnum Vallea. Ekki var mikið fyrir hugmyndaauðgi að fara í sókn XY framan af síðari hálfleik. Missti XY því gjarnan marga menn snemma í lotum sem gerði Vallea auðvelt að hreinsa upp þá sem eftir stóðu. Stalz og Narfi voru að vanda harðir í horn að taka í vörninni á meðan Spike, Stalz og Minidegreez stilltu XY upp við vegg. XY tókst að klóra í bakkann bæði blankir og illa vopnaðir og snúa efnahagnum sér í vil. Þegar á hólminn var komið náði Vallea að vopnast aftur fyrir lokasprettinn og sigla sigrinum heim í tuttugustu og áttundu lotu með dramatískri fellu Stalz á J0n sem var við að það halda draumnum á lífi með fjórfaldri fellu. Lokastaða: XY 12 - 16 Vallea Sigur Vallea var sá níundi á tímabilinu og smeygir liðið sér því við hlið Þórs í öðru sætinu en Þór á þó leik til góða á föstudaginn. 4. febrúar mætir Vallea toppliði Dusty en sama kvöld mætir XY Ármanni. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti