Greint er frá þessu á vef Fréttablaðsins en Björn verður fyrirtækinu innan handar næstu mánuði og mun vinna við sérgreind verkefni. Jón er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og er varastjórnarmaður Torgs.
„Þó nærri hálft ár sé liðið síðan ég hvarf héðan á braut hefur tíminn liðið eins og örskot við lögfræðiráðgjöf og tengd verkefni. Nú kem ég hingað til starfa á ný í en öðru hlutverki,“ er haft eftir Jóni á vef Fréttablaðsins en hann hætti sem aðalritstjóri í ágúst.
„Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá Torgi og hef átt einkar ánægjulegt samstarf við bæði stjórn félagsins og starfsmenn þess. Um leið og ég óska félaginu og nýjum forstjóra alls hins besta vil ég þakka starfsfólki Torgs fyrir ánægjulegt samstarf,” segir Björn.
Greint var frá því í október að fjölmiðlafyrirtækið hafi tapað upp undir 600 milljónum króna á árið 2020. Tapið var fjármagnað með nýju hlutafé.
Fréttin hefur verið uppfærð.