Enski boltinn

New­cast­le fær Guimarães frá Lyon

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það stefnir í að Bruno Guimarães verði næstu kaup Newcastle United.
Það stefnir í að Bruno Guimarães verði næstu kaup Newcastle United. Marcio Machado//Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Newcastle United heldur áfram að styrkja sig. Miðjumaðurinn Bruno Guimarães er talinn hafa náð samkomulagi við enska félagið til ársins 2026.

Nýríkt lið Newcastle er í óðaönn að reyna styrkja sig fyrir fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en ljóst er að nýir eigendur félagsins stefna ekki á að spila í Championship-deildinni á næstu leiktíð. 

Félagið hefur nú þegar náð í hægri bakvörðinn Kieran Trippier og sóknarmanninn Chris Wood. Það stefnir í að hinn 24 ára gamli Guimarães verði næstu kaup félagsins.

Guimarães á að baki þrjá landsleiki fyrir Brasilíu og talið er að hann kosti Newcastle um 40 milljónir evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×