Kínverjar spýta í lófana í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 13:45 Frá 2016 til loka árs 2021 skutu Kínverjar 207 eldflaugum út í geim. Í flest öllum þeim geimskotum var notast við Long March-eldflaugar svokallaðar. EPA/ROMAN PILIPEY „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. Hvítbækur sem þessar eru gefnar út á fimm ára fresti og eru notaðar til að leggja línurnar að fimm árum í senn. Þar segir að geimiðnaður sé mikilvægur liður í þjóðaráætlun Kínverja í geimnum og að Kína standi við þá meginreglu að kanna og nýta geiminn í friðsamlegum tilgangi. Kínverjar hafa svo sannarlega spýtt í lófana á undanförnum árum og áorkað miklu í geimnum. Ef marka má hvítbókina er útlit fyrir að umsvifin verði enn meiri á næstu árum. Þar segir að Kína muni á næstu fimm árum hefja nýtt ferðalag í átt að því að verða geimveldi og að geimiðnaður muni stuðla að auknum hagvexti í Kína og framför mannkyns. Eins og áður segir hafa Kínverjar staðið í ströngu á undanförnum árum. Frá 2016 til ársloka 2021 skutu Kínverjar 207 eldflaugum út í geim. Í flest öllum þeim geimskotum var notast við Long March-eldflaugar svokallaðar. Árið 2019 varð Kína fyrsta ríkið til að lenda geimfari á myrku hlið tunglsins og árið 2020 kom ríkið sýnum frá tunglinu til jarðarinnar. Í fyrra hófu Kínverjar svo samsetningu eigin geimstöðvar á braut um jörðu og sendu þrjá geimfara til stöðvarinnar. Þar að auki hafa Kínverjar gert samkomulag við Rússa um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Farið er um víðan völl í hvítbókinni og ætla Kínverjar sér að gera betur á nánast öllum sviðum á næstu fimm árum. Til stendur að betrumbæta Long March-eldflaugarnar svo þær mengi minna, virki betur, séu áreiðanlegri og geti borið meiri farm út í geim. Einnig stendur til að betrumbæta gervihnattakerfi Kína. Þar er átt við staðsetningarkerfi ríkisins, margs konar gervihnetti sem notaðir eru til rannsókna, bæði á jörðinni og geimnum, og samskiptagervihnetti. Kínverjar ætla einnig að gefa í varðandi mannaðar geimferðir. Til stendur að senda fjölda geimfara til geimstöðvar Kína á næstu árum og stækka hana töluvert. Þar að auki segir í hvítbókinni að halda eigi áfram að vinna að því að senda menn til tunglsins. Á meðan sú vinna stendur yfir ætla Kínverjar að halda áfram að senda lendingarför til tunglsins og nota þau til að sækja sýni og flytja til jarðarinnar. Þá ætla Kínverjar einnig að sækja sýni frá Mars og frá smástirni í sólkerfinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stefnir að því að senda geimfara til tunglsins á þessum áratug. Til stendur að framkvæma fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar í mars eða apríl og senda ómannað Orion-geimfar á braut um tunglið. Fyrsta geimskotinu hefur ítrekað verið frestað á undanförnum árum en upprunalega átti fyrsta skotið að fara fram árið 2016. Kína Geimurinn Tengdar fréttir „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til mars. 14. nóvember 2019 13:34 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Hvítbækur sem þessar eru gefnar út á fimm ára fresti og eru notaðar til að leggja línurnar að fimm árum í senn. Þar segir að geimiðnaður sé mikilvægur liður í þjóðaráætlun Kínverja í geimnum og að Kína standi við þá meginreglu að kanna og nýta geiminn í friðsamlegum tilgangi. Kínverjar hafa svo sannarlega spýtt í lófana á undanförnum árum og áorkað miklu í geimnum. Ef marka má hvítbókina er útlit fyrir að umsvifin verði enn meiri á næstu árum. Þar segir að Kína muni á næstu fimm árum hefja nýtt ferðalag í átt að því að verða geimveldi og að geimiðnaður muni stuðla að auknum hagvexti í Kína og framför mannkyns. Eins og áður segir hafa Kínverjar staðið í ströngu á undanförnum árum. Frá 2016 til ársloka 2021 skutu Kínverjar 207 eldflaugum út í geim. Í flest öllum þeim geimskotum var notast við Long March-eldflaugar svokallaðar. Árið 2019 varð Kína fyrsta ríkið til að lenda geimfari á myrku hlið tunglsins og árið 2020 kom ríkið sýnum frá tunglinu til jarðarinnar. Í fyrra hófu Kínverjar svo samsetningu eigin geimstöðvar á braut um jörðu og sendu þrjá geimfara til stöðvarinnar. Þar að auki hafa Kínverjar gert samkomulag við Rússa um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Farið er um víðan völl í hvítbókinni og ætla Kínverjar sér að gera betur á nánast öllum sviðum á næstu fimm árum. Til stendur að betrumbæta Long March-eldflaugarnar svo þær mengi minna, virki betur, séu áreiðanlegri og geti borið meiri farm út í geim. Einnig stendur til að betrumbæta gervihnattakerfi Kína. Þar er átt við staðsetningarkerfi ríkisins, margs konar gervihnetti sem notaðir eru til rannsókna, bæði á jörðinni og geimnum, og samskiptagervihnetti. Kínverjar ætla einnig að gefa í varðandi mannaðar geimferðir. Til stendur að senda fjölda geimfara til geimstöðvar Kína á næstu árum og stækka hana töluvert. Þar að auki segir í hvítbókinni að halda eigi áfram að vinna að því að senda menn til tunglsins. Á meðan sú vinna stendur yfir ætla Kínverjar að halda áfram að senda lendingarför til tunglsins og nota þau til að sækja sýni og flytja til jarðarinnar. Þá ætla Kínverjar einnig að sækja sýni frá Mars og frá smástirni í sólkerfinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stefnir að því að senda geimfara til tunglsins á þessum áratug. Til stendur að framkvæma fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar í mars eða apríl og senda ómannað Orion-geimfar á braut um tunglið. Fyrsta geimskotinu hefur ítrekað verið frestað á undanförnum árum en upprunalega átti fyrsta skotið að fara fram árið 2016.
Kína Geimurinn Tengdar fréttir „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til mars. 14. nóvember 2019 13:34 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01
Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15
Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til mars. 14. nóvember 2019 13:34
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01