Körfubolti

Lögmál leiksins: Umræða um Atlanta Hawks

Atli Arason skrifar
Trae Young, leikmaður Atlanta Hawks
Trae Young, leikmaður Atlanta Hawks Craig Mitchelldyer

Atlanta Hawks hefur unnið sjö leiki í röð eftir sigur gegn Los Angeles Lakers. Mikil umræða skapaðist um liðið í þættinum Lögmál leiksins. Liðið er í 10. sæti austur deildarinnar í NBA.

„Þeir eru með tíu manns sem eru góðir. Þeir spila hokkí línu með 5 manna heild á bekknum sem Bogdanović leiðir,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson áður en hann bætti við,

Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Atlanta Hawks

„Þeir eru frábært vagg og veltu lið með Collins í fimmunni og dreifa öllum fimm um völlinn. Önnur lið eru bara í tómum vandræðum því þú getur ekki snert Trae Young því hann finnur villu.“

„Þetta lið fer eins langt og Trae Young tekur það,“ sagði Hörður Unnsteinsson, en hægt er að sjá umfjöllun þeirra félaga um Atlanta Hawks ásamt Kjartani Atla og Tomma Steindórs í spilaranum hér að ofan.


Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×