Uncharted Legacy of Thieves Collection: Góðir leikir öðlast nýtt líf Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 08:46 Nathan Drake er enn jafn skemmtilegur og hann var á síðasta áratug og ævintýri hans og félaga hans eru það sömuleiðis. Það er lítið annað en jákvætt að Uncharted-leikirnir öðlist nýtt líf. Það eru fá fyrirtæki sem hafa haft jafn mikil áhrif á sögudrifna leiki og starfsmenn Naughty Dog hafa gert á undanförnum árum. Bæði með Uncharted-leikjunum og Last of Us leikjunum. Í Uncharted: Legacy of Thieves Collection eru tveir síðustu Uncharted leikirnir uppfærðir fyrir PlayStation 5 og settir í einn pakka. Það eru leikirnir A Thief‘s End og The Lost Legacy. Þeir voru báðir góðir þegar þeir komu út 2016 og 2017 og viti menn, þeir eru enn skemmtilegir. Leikirnir um ævintýri Nathan Drake og félaga hafa lengi verið góð dæmi um það hve góður miðill tölvuleikir eru til að segja skemmtilegar og áhrifamiklar sögur. Uncharted leikirnir eru og frábær skemmtun, hvort sem þeir fjalla um Drake eða Chloe Frazer og Nadine Ross. Í þessum nýja pakka er hægt að spila leikina á þrenna vegu. Performance Plus býður spilurum upp á 120 ramma á sekúndu en 1080p upplausn. Svo er Fidelity, sem spilast á hinum upprunalegu þrjátíu römmum og 4K upplausn. Ef ég á að segja eins og er, þá er sjónvarpið mitt (sem ég fékk gefins frá bróður mínum) orðið svolítið gamalt. Því lét ég mér duga að spila hin gullna milliveg sem leikurinn býður upp á. Það eru 60 rammar á sekúndu og 1440p upplausn. Við getum samt öll verið sammála um að Stefán bróðir þarf augljóslega að fara að kaupa sér nýtt sjónvarp aftur. Hér má sjá myndband frá GameSpot þar sem PS4 útgáfa Uncharted er borin saman við PS5-útgáfuna. Hljóð leikjanna hefur einnig verið bætt í takt við getu PS5-leikjatölvanna og það sama má segja um fjarstýringarnar. Nú finnur maður fyrir hverju skoti og hverju höggi í gegnum titring fjarstýringanna. Ef þú átt PS4 útgáfu báðra leikjanna, áttu að geta nálgast nýju útgáfuna í vefvefslun PlayStation, fyrir minni greiðslu en ef þú átt leikina ekki. Þá er einnig vert að benda á að Sony hefur gefið út að leikirnir verði gefnir út fyrir PC-tölvur í náinni framtíð. Enn þrusu skemmtilegir Alfarið burtséð frá grafík og hljóðgæðum hafði ég næstum því gleymt því hvað þetta geta verið skemmtilegir leikir. Allt frá því fyrsti leikurinn var gefinn út árið 2007 hefur Drake verið á höttunum eftir El Dorado og ýmsum öðrum fjársjóðum. A Thief's End er mögulega besti leikurinn í seríunni. Sjá einnig: Ferðalok Nathans Drake Nathan Drake og félagar verja miklum tíma í að elta uppi fjársjóða og berjast við málaliða og aðra vonda karla með því að príla og sveifla sér. Þeiri gantast líka mjög mikið, sem er alltaf skemmtilegt. Uncharted tekur sig ekki alvarlega og það sama má segja um viðhorf framleiðenda leikjanna til þyngdarlögmálsins. Nathan, Scully og Sam í leit að fjársjóði.Naughty Dog Þrautir leikjanna eru margar og snúast margar um klifur og príl. Það getur verið vesen að finna réttar leiðir til að fara og komast yfir erfið svæði. Klifrið er oftar en ekki skemmtilegt, fyrir utan það þegar ég lendi í basli með að sjá réttu leiðina. Það virðist reyndar vera mitt vandamál frekar en vandamál leiksins. Sjá einnig: Hver þarf á Nathan Drake að halda? Bardagakerfið helsti lösturinn Einn helsti galli Uncharted-leikjanna er bardagakerfið. Það getur verið mjög pirrandi og þá aðallega vegna þess hve einfalt það er. Spilarar fá oftar en ekki tækifæri til að laumast í gegnum heilu herina en það endar reyndar yfirleitt í skotbardaga. Einfaldasta lausnin er yfirleitt að sleppa því alfarið að laumast um og skjóta bara vondu kallana. Annars er í raun fátt sem tilefni er til að kvarta yfir, þannig. Það er smá pirrandi að þetta séu endirgerðir og maður man hvernig maður á að leysa margar þrautir en það er erfitt að kvarta yfir því þegar maður veit að aður er að spila uppfærðar endurgerðir. Chloe Frazer í leit að týndu höfuðborg Hoysala-veldisins.Naughty Dog Samantekt-ish Ef þú hefur ekki spilað Uncharted leikina og situr á PS5-tölvu, er erfitt að réttlæta það að eiga þessa leiki ekki. Þetta eru góðar sögur sem gefa hinum skemmtilegustu bíómyndum ekkert eftir. Í stuttu máli sagt, þá er ástæða fyrir vinsældum þessa leikja í gegnum árin. Þeir eru góðir. Það er ástæðan. Leikjavísir Leikjadómar Sony Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Það eru fá fyrirtæki sem hafa haft jafn mikil áhrif á sögudrifna leiki og starfsmenn Naughty Dog hafa gert á undanförnum árum. Bæði með Uncharted-leikjunum og Last of Us leikjunum. Í Uncharted: Legacy of Thieves Collection eru tveir síðustu Uncharted leikirnir uppfærðir fyrir PlayStation 5 og settir í einn pakka. Það eru leikirnir A Thief‘s End og The Lost Legacy. Þeir voru báðir góðir þegar þeir komu út 2016 og 2017 og viti menn, þeir eru enn skemmtilegir. Leikirnir um ævintýri Nathan Drake og félaga hafa lengi verið góð dæmi um það hve góður miðill tölvuleikir eru til að segja skemmtilegar og áhrifamiklar sögur. Uncharted leikirnir eru og frábær skemmtun, hvort sem þeir fjalla um Drake eða Chloe Frazer og Nadine Ross. Í þessum nýja pakka er hægt að spila leikina á þrenna vegu. Performance Plus býður spilurum upp á 120 ramma á sekúndu en 1080p upplausn. Svo er Fidelity, sem spilast á hinum upprunalegu þrjátíu römmum og 4K upplausn. Ef ég á að segja eins og er, þá er sjónvarpið mitt (sem ég fékk gefins frá bróður mínum) orðið svolítið gamalt. Því lét ég mér duga að spila hin gullna milliveg sem leikurinn býður upp á. Það eru 60 rammar á sekúndu og 1440p upplausn. Við getum samt öll verið sammála um að Stefán bróðir þarf augljóslega að fara að kaupa sér nýtt sjónvarp aftur. Hér má sjá myndband frá GameSpot þar sem PS4 útgáfa Uncharted er borin saman við PS5-útgáfuna. Hljóð leikjanna hefur einnig verið bætt í takt við getu PS5-leikjatölvanna og það sama má segja um fjarstýringarnar. Nú finnur maður fyrir hverju skoti og hverju höggi í gegnum titring fjarstýringanna. Ef þú átt PS4 útgáfu báðra leikjanna, áttu að geta nálgast nýju útgáfuna í vefvefslun PlayStation, fyrir minni greiðslu en ef þú átt leikina ekki. Þá er einnig vert að benda á að Sony hefur gefið út að leikirnir verði gefnir út fyrir PC-tölvur í náinni framtíð. Enn þrusu skemmtilegir Alfarið burtséð frá grafík og hljóðgæðum hafði ég næstum því gleymt því hvað þetta geta verið skemmtilegir leikir. Allt frá því fyrsti leikurinn var gefinn út árið 2007 hefur Drake verið á höttunum eftir El Dorado og ýmsum öðrum fjársjóðum. A Thief's End er mögulega besti leikurinn í seríunni. Sjá einnig: Ferðalok Nathans Drake Nathan Drake og félagar verja miklum tíma í að elta uppi fjársjóða og berjast við málaliða og aðra vonda karla með því að príla og sveifla sér. Þeiri gantast líka mjög mikið, sem er alltaf skemmtilegt. Uncharted tekur sig ekki alvarlega og það sama má segja um viðhorf framleiðenda leikjanna til þyngdarlögmálsins. Nathan, Scully og Sam í leit að fjársjóði.Naughty Dog Þrautir leikjanna eru margar og snúast margar um klifur og príl. Það getur verið vesen að finna réttar leiðir til að fara og komast yfir erfið svæði. Klifrið er oftar en ekki skemmtilegt, fyrir utan það þegar ég lendi í basli með að sjá réttu leiðina. Það virðist reyndar vera mitt vandamál frekar en vandamál leiksins. Sjá einnig: Hver þarf á Nathan Drake að halda? Bardagakerfið helsti lösturinn Einn helsti galli Uncharted-leikjanna er bardagakerfið. Það getur verið mjög pirrandi og þá aðallega vegna þess hve einfalt það er. Spilarar fá oftar en ekki tækifæri til að laumast í gegnum heilu herina en það endar reyndar yfirleitt í skotbardaga. Einfaldasta lausnin er yfirleitt að sleppa því alfarið að laumast um og skjóta bara vondu kallana. Annars er í raun fátt sem tilefni er til að kvarta yfir, þannig. Það er smá pirrandi að þetta séu endirgerðir og maður man hvernig maður á að leysa margar þrautir en það er erfitt að kvarta yfir því þegar maður veit að aður er að spila uppfærðar endurgerðir. Chloe Frazer í leit að týndu höfuðborg Hoysala-veldisins.Naughty Dog Samantekt-ish Ef þú hefur ekki spilað Uncharted leikina og situr á PS5-tölvu, er erfitt að réttlæta það að eiga þessa leiki ekki. Þetta eru góðar sögur sem gefa hinum skemmtilegustu bíómyndum ekkert eftir. Í stuttu máli sagt, þá er ástæða fyrir vinsældum þessa leikja í gegnum árin. Þeir eru góðir. Það er ástæðan.
Leikjavísir Leikjadómar Sony Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira