Enski boltinn

Næst dýrasti janúargluggi ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dele Alli fór frá Tottenham til Everton á lokadegi gluggans. Til að byrja með fær Everton hann frítt, en kaupverðið gæti farið upp í 40 milljónir punda ef leikmaðurinn spilar ákveðið marga leiki.
Dele Alli fór frá Tottenham til Everton á lokadegi gluggans. Til að byrja með fær Everton hann frítt, en kaupverðið gæti farið upp í 40 milljónir punda ef leikmaðurinn spilar ákveðið marga leiki. Marc Atkins/Getty Images

Aðeins einu sinni áður hafa lið í ensku úrvalsdeildinni eytt meira í janúarglugganum en þeim sem lauk í gærkvöldi.

Alls greiddu liðin í ensku úrvalsdeildinni um 295 milljónir punda fyrir leikmenn í nýliðnum janúarmánuði, en það er rétt rúmlega 51 milljarður íslenskra króna.

Eins og áður segir er þetta það næst mesta sem lið í ensku úrvalsdeildinni hafa eytt í janúarglugganum, en metið er 430 milljónir punda frá árinu 2018.

Kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn á seinasta ári þegar liðin eyddu aðeins samtals 70 milljónum punda í janúar, en nú virðast liðin vera að rétta úr sér fjárhagslega og geta farið að eyða meiri pening í leikmannakaup.

Það sem vekur kannski mesta athygli er að liðin í neðstu fimm sætum deildarinnar bera ábyrgð á rúmlega helmingi eyðslunnar. Everton, Norwich, Newcastle, Watford og Burnley greiddu samanlagt 150 milljónir punda fyrir leikmenn í janúar. Í fyrra eyddu neðstu fimm lið deildarinnar aðeins fimm milljónum punda.

Þá hefur nettóeyðsla ensku úrvalsdeildarinnar aldrei verið hærri síðan janúarglugginn var kynntur til sögunnar árið 2003, eða 180 milljónir punda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×