Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2022 20:57 Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Samherji Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. Börkur NK að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með loðnufarminn stóra.SVN/Ómar Bogason Vilhelm sigldi með aflann til Færeyja þar sem bræðslurnar á Íslandi hafa ekki undan í mokveiðinni þessa dagana en loðnan veiddist á miðunum austur af Langanesi. „Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet,“ segir í frétt á heimasíðu Samherja. Frá Fuglafirði í gær. Þegar löndun lauk reyndust 3.448 tonn hafa komið upp úr lestum Vilhelms Þorsteinssonar.Samherji Fram kemur að það hafi tekið rúmlega tuttugu klukkustundir að dæla úr Vilhelm Þorsteinssyni í Fuglafirði. Haft er eftir Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra að Færeyingarnir hafi verið afskaplega ánægðir með gæði aflans og fituinnihald. „Við leystum landfestar í Fuglafirði á sjöunda tímanum í morgun og nú er bara að sigla á miðin,“ segir Guðmundur skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson eru skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni.Samherji Börkur heldur þó stöðu sinni sem aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með samtals 18.799 tonn, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Í öðru sæti er Venus NS með 15.417 tonn og Heimaey VE er í þriðja sæti með 15.316 tonn. Fjögur skip koma þar á eftir; Víkingur AK, Jón Kjartansson SU, Aðasteinn Jónsson SU og Beitir NK, með afla á bilinu 14.300 til 14.500 tonn. Heildarveiði íslensku loðnuskipanna á vertíðinni er komin í 253 þúsund tonn, sem eru 38 prósent af 662 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Færeyjar Akureyri Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Börkur NK að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með loðnufarminn stóra.SVN/Ómar Bogason Vilhelm sigldi með aflann til Færeyja þar sem bræðslurnar á Íslandi hafa ekki undan í mokveiðinni þessa dagana en loðnan veiddist á miðunum austur af Langanesi. „Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet,“ segir í frétt á heimasíðu Samherja. Frá Fuglafirði í gær. Þegar löndun lauk reyndust 3.448 tonn hafa komið upp úr lestum Vilhelms Þorsteinssonar.Samherji Fram kemur að það hafi tekið rúmlega tuttugu klukkustundir að dæla úr Vilhelm Þorsteinssyni í Fuglafirði. Haft er eftir Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra að Færeyingarnir hafi verið afskaplega ánægðir með gæði aflans og fituinnihald. „Við leystum landfestar í Fuglafirði á sjöunda tímanum í morgun og nú er bara að sigla á miðin,“ segir Guðmundur skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson eru skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni.Samherji Börkur heldur þó stöðu sinni sem aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með samtals 18.799 tonn, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Í öðru sæti er Venus NS með 15.417 tonn og Heimaey VE er í þriðja sæti með 15.316 tonn. Fjögur skip koma þar á eftir; Víkingur AK, Jón Kjartansson SU, Aðasteinn Jónsson SU og Beitir NK, með afla á bilinu 14.300 til 14.500 tonn. Heildarveiði íslensku loðnuskipanna á vertíðinni er komin í 253 þúsund tonn, sem eru 38 prósent af 662 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Færeyjar Akureyri Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21
Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28