Áhöldin sem þarf fyrir þessa æfingu eru dýna og nuddrúlla. Líkt og alltaf er æfingin í kringum fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert æfinguna oftar en einu sinni.
Í þáttunum Hreyfum okkur saman fer Anna Eiríks yfir einfaldar æfingar sem hægt er að gera heimavið. Þættirnir koma út á mánudögum og fimmtudögum á Vísi og Stöð 2+.
Á mánudaginn sýndi Anna frábæra styrktaræfingu. Hörkugóð æfing þar sem unnið er með eitt handlóð/ketilbjöllu. Hver æfing gerð í 45 sekúndur og þaðan farið beint í næstu æfingu. Þann þátt má sjá hér fyrir neðan.