ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2022 14:35 Búnaður ISIS-liða sem féll nýverið í bardögum í Sýrlandi. AP/SDF Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. Undanfarna mánuði hefur árásum ISIS-liða fjölgað og umfang þeirra orðið meira. „Lögreglan og herinn koma ekki hingað lengur. Ef þeir gera það, þá skjóta vígamenn á þá,“ sagði Yousif Ibrahim sem býr í bænum Jalawla í Írak við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Yousif segist hættur að ferðast á kvöldin vegna ISIS-liða og af ótta við að lenda í árásum þeirra en Jalawla er skammt norður af Baghdad. Í janúar felldu ISIS-liðar ellefu hermenn í þorpi nærri Jalawla. Sama dag gerðu ISIS-liðar árás á fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar reka í Sýrlandi og reyndu að frelsa fjölda meðlima. Minnst tvö hundruð fangar féllu í átökunum í árásinni og kjölfar hennar auk fjörutíu manna úr sveitum Kúrda, 77 fangavarða og fjögurra borgara. Sjá einnig: Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Tæp þrjú ár eru síðan kalífadæmi Íslamska ríkisins hvarf af sjónarsviðinu. Um það leyti þegar kalífadæmið féll voru að mestu erlendir vígamenn eftir í samtökunum en meðlimir frá Írak og Sýrlandi laumuðu sér margir hverjir heim aftur og hafa haldið sig í skuggunum síðan. Jabar Yawar, sem er háttsettur meðlimur Peshmerga-sveita Kúrda í Norður-Írak, segir ISIS-liða langt frá því að vera álíka öfluga og árið 2014, þegar þeir lögðu undir sig stóran hluta Íraks og Sýrlands. Burðir ISIS-liða sé takmarkaður og þeir njóti ekki sterkrar leiðsagnar að ofan. Hins vegar verði samtökin til og menn tilbúnir til að ganga til liðs við þau, svo lengi sem ekki finnist lausn á pólitískum deilum mismunandi ættbálka, fylkinga og trúarhópa á svæðinu. Sýrlenskir Kúrdar í eftirlitsferð eftir umfangsmikla árás ISIS-liða á fanelsi í Sýrlandi.AP/Baderkhan Ahmad Íbúar og embættismenn á svæðinu sem fréttaveitan ræddi við segja slæmt öryggisástand og deilur milli þeirra aðila sem brutu kalífadæmið á bak aftur koma vera byr á vængi ISIS-liða. Sveitir á vegum Írans ráðist á sveitir Bandaríkjanna, Tyrkir ráðist á Kúrda í Írak og Sýrlandi og deilur milli ríkisstjórnar Íraks og Kúrda í norðurhluta landsins og svo megi áfram telja. Átök og deilur séu vatn á myllu Íslamska ríkisins og skapi ástand þar sem samtökin geti þrífst, eins og þau gerðu á árum áður. Írak Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS. 24. nóvember 2021 16:19 Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14. nóvember 2021 10:25 Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2. október 2021 22:24 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. 26. ágúst 2021 22:44 Æðsti leiðtogi ISIS í Írak drepinn Æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak, Jabbar Salman Ali Farhan al-Issawi, var drepinn í borginni Kirkuk í norður-hluta Íraks. 30. janúar 2021 21:32 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur árásum ISIS-liða fjölgað og umfang þeirra orðið meira. „Lögreglan og herinn koma ekki hingað lengur. Ef þeir gera það, þá skjóta vígamenn á þá,“ sagði Yousif Ibrahim sem býr í bænum Jalawla í Írak við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Yousif segist hættur að ferðast á kvöldin vegna ISIS-liða og af ótta við að lenda í árásum þeirra en Jalawla er skammt norður af Baghdad. Í janúar felldu ISIS-liðar ellefu hermenn í þorpi nærri Jalawla. Sama dag gerðu ISIS-liðar árás á fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar reka í Sýrlandi og reyndu að frelsa fjölda meðlima. Minnst tvö hundruð fangar féllu í átökunum í árásinni og kjölfar hennar auk fjörutíu manna úr sveitum Kúrda, 77 fangavarða og fjögurra borgara. Sjá einnig: Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Tæp þrjú ár eru síðan kalífadæmi Íslamska ríkisins hvarf af sjónarsviðinu. Um það leyti þegar kalífadæmið féll voru að mestu erlendir vígamenn eftir í samtökunum en meðlimir frá Írak og Sýrlandi laumuðu sér margir hverjir heim aftur og hafa haldið sig í skuggunum síðan. Jabar Yawar, sem er háttsettur meðlimur Peshmerga-sveita Kúrda í Norður-Írak, segir ISIS-liða langt frá því að vera álíka öfluga og árið 2014, þegar þeir lögðu undir sig stóran hluta Íraks og Sýrlands. Burðir ISIS-liða sé takmarkaður og þeir njóti ekki sterkrar leiðsagnar að ofan. Hins vegar verði samtökin til og menn tilbúnir til að ganga til liðs við þau, svo lengi sem ekki finnist lausn á pólitískum deilum mismunandi ættbálka, fylkinga og trúarhópa á svæðinu. Sýrlenskir Kúrdar í eftirlitsferð eftir umfangsmikla árás ISIS-liða á fanelsi í Sýrlandi.AP/Baderkhan Ahmad Íbúar og embættismenn á svæðinu sem fréttaveitan ræddi við segja slæmt öryggisástand og deilur milli þeirra aðila sem brutu kalífadæmið á bak aftur koma vera byr á vængi ISIS-liða. Sveitir á vegum Írans ráðist á sveitir Bandaríkjanna, Tyrkir ráðist á Kúrda í Írak og Sýrlandi og deilur milli ríkisstjórnar Íraks og Kúrda í norðurhluta landsins og svo megi áfram telja. Átök og deilur séu vatn á myllu Íslamska ríkisins og skapi ástand þar sem samtökin geti þrífst, eins og þau gerðu á árum áður.
Írak Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS. 24. nóvember 2021 16:19 Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14. nóvember 2021 10:25 Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2. október 2021 22:24 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. 26. ágúst 2021 22:44 Æðsti leiðtogi ISIS í Írak drepinn Æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak, Jabbar Salman Ali Farhan al-Issawi, var drepinn í borginni Kirkuk í norður-hluta Íraks. 30. janúar 2021 21:32 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS. 24. nóvember 2021 16:19
Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14. nóvember 2021 10:25
Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2. október 2021 22:24
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40
Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. 26. ágúst 2021 22:44
Æðsti leiðtogi ISIS í Írak drepinn Æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak, Jabbar Salman Ali Farhan al-Issawi, var drepinn í borginni Kirkuk í norður-hluta Íraks. 30. janúar 2021 21:32