Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 20:35 Runólfur Pálsson tekur við sem forstjóri Landspítalans 1. mars. Vísir/Vilhelm Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira