Biðjast afsökunar á að hafa samið við nauðgarann og íhuga að láta hann fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2022 11:49 Nauðgarinn David Goodwillie er mikill markaskorari. Skoska B-deildarliðið Raith Rovers ætlar ekki að nota nauðgarann David Goodwillie og íhugar að rifta samningi sínum við hann, áður en hann spilar leik fyrir félagið. Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark. Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark.
Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira