„Að fljóta inn í það óljósa“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Dýrfinna Benita á sýningu sinni Temprun í Gallerí Þulu. Aðsend Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. Dýrfinna hefur sérhæft sig bæði í myndlist og tónlist en hún útskrifaðist með BA gráðu úr myndlist árið 2018 frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2018. Eftir að hún flutti heim hefur hún unnið við ýmis listræn verkefni og stofnaði einnig listhópinn Lucky 3 ásamt Darren Mark og Melanie Ubaldo. Blaðamaður ræddi við Dýrfinnu um sýninguna, innblásturinn og lífið. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Að sitja með tilfinningum sínum „Þessi sýning heitir Temprun eða Tempered, fólk getur lesið í það eins og það vill en fyrir mér er sýningin mjög mikið um að einangra sig og hugleiða, eins og hefur verið mikið rætt um í samfélaginu. Sýningin er um það að sitja með tilfinningum sínum, melta þær, horfa á sjálfan sig og vera í óvissu. Allt er rosa óljóst,“ segir Dýrfinna en hún notast við fjölbreyttan og áhugaverðan efnivið í listsköpun sinni. „Það er það sem mér finnst skemmtilegt við t.d. Airbrush-ið sem ég er búin að vera að vinna mjög mikið með undanfarið. Það er svo mikið loft í því og skapar þennan gráa tón. Að leika mér með svart, hvítt og þennan milliveg sem er út úr fókus, sem maður nær ekki alveg að graspa. Hún segir að þrátt fyrir að sýningin sé þessi upplifun fyrir henni vilji hún að fólk geti komið og fundið fyrir eigin tilfinningum. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Logsuðan og undirmeðvitundin Listrænn áhugi Dýrfinnu kom snemma fram og hefur hún farið ótroðnar slóðir. „Ég hef verið mjög mikið að mála og teikna yfir ævina, svo byrjaði ég að gera tónlist. En í Covid fór ég að leika mér meira með stál og fannst skemmtilegt að geta blandað því saman, stálinu og teikningunni. Ég teikna með logsuðunni á stálverk,“ segir Dýrfinna og bætir við að það sé ómögulegt að vinna nákvæmnisvinnu í því ferli. Þegar verið er að logsjóða þarf nefnilega að vera með grímu og ómögulegt er að sjá hvað er að gerast. „Þess vegna þarf maður að fylgja tilfinningunni, það sem maður heldur að eigi að gerast, og undirmeðvitundin leiðir mann áfram.“ View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Dýrfinna segir mikilvægt að hafa setið með þeirri tilfinningu sem kom upp hverju sinni í sköpunarferlinu og það endurspegli sýninguna. „Ef ég var sorgmædd eða hress þá var það tilfinningin sem ég staldraði við í.“ Alheimsfaraldurinn hafði áhrif á tenginguna við tilfinningarnar og fékk eflaust marga til að staldra betur við. „Með Covid og öllu þessu þá líður mér eins og það sé meiri vitundarvakning um andlega heilsu og jafnvægi því við gátum loksins séð hvernig það var að vera heima og hugsað „Ok, hvað eigum við að gera?“ Mér finnst eins og þessi sýning sé svolítið útkoman á því.“ Ekkert er svart á hvítu Dýrfinna segir gráu tóna verka sinna spila veigamikið hlutverk þar sem það er ekkert svart á hvítu í lífinu. Gráu tónarnir samþykkja tilfinningarnar skilyrðislaust og það þarf ekki alltaf að vita allt en Dýrfinna glímir við Borderline Personality Disorder og upplifir stundum að vita ekki nákvæmlega hvernig henni líður. „Og það er líka bara allt í lagi og maður þarf stundum að sætta sig við það - og þá líður það bara hjá. Það er mikilvægt að sleppa tökunum, að þurfa ekki alltaf að stjórna öllu og vita allt, heldur bara fljóta í hið óljósa,“ segir listakonan að lokum. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér. Myndlist Menning Tengdar fréttir Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Dýrfinna hefur sérhæft sig bæði í myndlist og tónlist en hún útskrifaðist með BA gráðu úr myndlist árið 2018 frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2018. Eftir að hún flutti heim hefur hún unnið við ýmis listræn verkefni og stofnaði einnig listhópinn Lucky 3 ásamt Darren Mark og Melanie Ubaldo. Blaðamaður ræddi við Dýrfinnu um sýninguna, innblásturinn og lífið. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Að sitja með tilfinningum sínum „Þessi sýning heitir Temprun eða Tempered, fólk getur lesið í það eins og það vill en fyrir mér er sýningin mjög mikið um að einangra sig og hugleiða, eins og hefur verið mikið rætt um í samfélaginu. Sýningin er um það að sitja með tilfinningum sínum, melta þær, horfa á sjálfan sig og vera í óvissu. Allt er rosa óljóst,“ segir Dýrfinna en hún notast við fjölbreyttan og áhugaverðan efnivið í listsköpun sinni. „Það er það sem mér finnst skemmtilegt við t.d. Airbrush-ið sem ég er búin að vera að vinna mjög mikið með undanfarið. Það er svo mikið loft í því og skapar þennan gráa tón. Að leika mér með svart, hvítt og þennan milliveg sem er út úr fókus, sem maður nær ekki alveg að graspa. Hún segir að þrátt fyrir að sýningin sé þessi upplifun fyrir henni vilji hún að fólk geti komið og fundið fyrir eigin tilfinningum. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Logsuðan og undirmeðvitundin Listrænn áhugi Dýrfinnu kom snemma fram og hefur hún farið ótroðnar slóðir. „Ég hef verið mjög mikið að mála og teikna yfir ævina, svo byrjaði ég að gera tónlist. En í Covid fór ég að leika mér meira með stál og fannst skemmtilegt að geta blandað því saman, stálinu og teikningunni. Ég teikna með logsuðunni á stálverk,“ segir Dýrfinna og bætir við að það sé ómögulegt að vinna nákvæmnisvinnu í því ferli. Þegar verið er að logsjóða þarf nefnilega að vera með grímu og ómögulegt er að sjá hvað er að gerast. „Þess vegna þarf maður að fylgja tilfinningunni, það sem maður heldur að eigi að gerast, og undirmeðvitundin leiðir mann áfram.“ View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Dýrfinna segir mikilvægt að hafa setið með þeirri tilfinningu sem kom upp hverju sinni í sköpunarferlinu og það endurspegli sýninguna. „Ef ég var sorgmædd eða hress þá var það tilfinningin sem ég staldraði við í.“ Alheimsfaraldurinn hafði áhrif á tenginguna við tilfinningarnar og fékk eflaust marga til að staldra betur við. „Með Covid og öllu þessu þá líður mér eins og það sé meiri vitundarvakning um andlega heilsu og jafnvægi því við gátum loksins séð hvernig það var að vera heima og hugsað „Ok, hvað eigum við að gera?“ Mér finnst eins og þessi sýning sé svolítið útkoman á því.“ Ekkert er svart á hvítu Dýrfinna segir gráu tóna verka sinna spila veigamikið hlutverk þar sem það er ekkert svart á hvítu í lífinu. Gráu tónarnir samþykkja tilfinningarnar skilyrðislaust og það þarf ekki alltaf að vita allt en Dýrfinna glímir við Borderline Personality Disorder og upplifir stundum að vita ekki nákvæmlega hvernig henni líður. „Og það er líka bara allt í lagi og maður þarf stundum að sætta sig við það - og þá líður það bara hjá. Það er mikilvægt að sleppa tökunum, að þurfa ekki alltaf að stjórna öllu og vita allt, heldur bara fljóta í hið óljósa,“ segir listakonan að lokum. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00
„Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30
„Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01
„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30
Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31