Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Íslenska handboltalandsliðið spilar mikilvægan heimaleik í umspili HM í apríl. Kolektiff Images/Getty Images Hannes Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, segir að það hangi á bláþræði að landsliðin í körfubolta og handbolta fái að leika heimaleiki sína í undankeppnum heimsmeistaramótanna á heimavelli í vor og sumar. „Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
„Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira