Ný kynslóð af Lada Niva væntanleg árið 2025 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. febrúar 2022 07:00 Lada Niva (Sport). Hin upprunalega Lada Niva (Sport) hefur verið í sölu í 45 ár og er ekki að fara neitt. Lada er að vinna að nýrri kynslóð sem er væntanleg árið 2025. Upprunalega módelið sem hefur verið framleitt síðan 1979 er ennþá til sölu í Rússlandi. Þar sem að sögn Lada er mikil eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari fararskjótum og regluverk varðandi nýja bíla er ekki eins strangt og á mörgum öðrum mörkuðum. Lada er í eigu Renault Group, sem sameinaði Lada og Dacia í fyrra og hefur í kjölfarið gefið út tilkynningu um að ný kynslóð af hinum goðsagnakennda jeppa komi út árið 2025. Aðstoðar vörustjóri Dacia, Lionel Jaillet sagði frá væntanlegri Lada Niva við kynningu á nýjum sjö sæta Dacia Jogger. Hann er byggður á CMF-B grunni Renault sem er notaður víða í vöruframboði framleiðandans, allt frá Renault Clio yfir í Nissan Juke. HM Ladan í RússlandiHM Ladan/Instagram Sérþekking Lada í fjórhjóladrifum verður nýtt til hins ítrasta með aðstoð rá utanaðkomandi ráðgjöfum. Enn er ekki ljóst á hvaða mörkuðum hin nýja Lada Niva verður fáanleg en blaðamaður ætlar að láta sig dreyma um að hún nái til Íslands. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent
Upprunalega módelið sem hefur verið framleitt síðan 1979 er ennþá til sölu í Rússlandi. Þar sem að sögn Lada er mikil eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari fararskjótum og regluverk varðandi nýja bíla er ekki eins strangt og á mörgum öðrum mörkuðum. Lada er í eigu Renault Group, sem sameinaði Lada og Dacia í fyrra og hefur í kjölfarið gefið út tilkynningu um að ný kynslóð af hinum goðsagnakennda jeppa komi út árið 2025. Aðstoðar vörustjóri Dacia, Lionel Jaillet sagði frá væntanlegri Lada Niva við kynningu á nýjum sjö sæta Dacia Jogger. Hann er byggður á CMF-B grunni Renault sem er notaður víða í vöruframboði framleiðandans, allt frá Renault Clio yfir í Nissan Juke. HM Ladan í RússlandiHM Ladan/Instagram Sérþekking Lada í fjórhjóladrifum verður nýtt til hins ítrasta með aðstoð rá utanaðkomandi ráðgjöfum. Enn er ekki ljóst á hvaða mörkuðum hin nýja Lada Niva verður fáanleg en blaðamaður ætlar að láta sig dreyma um að hún nái til Íslands.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent