Sif vill sumarfrí fyrir knattspyrnufólk Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Sif Atladóttir á ferðinni í leik gegn Japan í nóvember. Hún lék með Kristianstad í Svíþjóð í áratug en spilar með Selfossi á komandi tímabili. Getty/Angelo Blankespoor Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð. Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira
Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira