„Foreldrar, ömmur og afar munu segja frá því þegar West Ham mætti á Aggborough“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 11:01 Declan Rice og félagar mæta Kidderminster Harriers í dag. EPA-EFE/Peter Powell Það er góð og gild ástæða fyrir því að oft er talað um „töfra FA-bikarsins.“ Segja má að leikur Kidderminster Harriers og West Ham United sem fram fer í dag sé hluti af þeim töfrum. Enska bikarkeppnin er sú elsta í sögunni og enn í miklum metum, sérstaklega hjá liðum sem flokkast ekki undir elítuna á Englandi. Reikna má með að leikur West Ham United og Kidderminster Harriers verði leikur kattarins að músinni enda leika heimamenn í F-deild enskrar knattspyrnu á meðan West Ham er í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. En eins og við vitum þá hefur Davíð komið Golíat á óvart í gegnum tíðina. Kidderminster Harriers er lítið félag en á sér þó ríka sögu enda stofnað árið 1886. Liðið hefur áður tekið á móti West Ham í bikarnum og þá mættu 8000 manns á völlinn. Er það töluvert yfir sætafjölda en samkvæmt Wikipedia-síðu Kidderminster tekur Aggborough-völlurinn aðeins rúmlega 3000 manns í sæti og annan eins fjölda standandi. What a story this would be Can non-league Kidderminster Harriers knock West Ham out of the FA Cup?Watch LIVE from 12:00 GMT Saturday on the BBC #bbcfootball #bbcfacup— Match of the Day (@BBCMOTD) February 4, 2022 Richard Lane, formaður Kidderminster, vonast til að nálægð áhorfenda á Aggborough muni hjálpa sínum mönnum í dag. „Að hafa alla áhorfendur svo nálægt vellinum sjálfum mun vonandi hræða leikmenn West Ham að einhverju leyti. Ef þú setur alla litlu hlutina saman þá eigum við möguleika,“ sagði Lane í skemmtilegu innslagi breska ríkisútvarpsins fyrir leik. Klukkan 12.20 hefst útsending frá leik Kidderminster og West Ham í 4. umferð FA-bikarsins í knattspyrnu á Stöð 2 Sport 3. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Enska bikarkeppnin er sú elsta í sögunni og enn í miklum metum, sérstaklega hjá liðum sem flokkast ekki undir elítuna á Englandi. Reikna má með að leikur West Ham United og Kidderminster Harriers verði leikur kattarins að músinni enda leika heimamenn í F-deild enskrar knattspyrnu á meðan West Ham er í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. En eins og við vitum þá hefur Davíð komið Golíat á óvart í gegnum tíðina. Kidderminster Harriers er lítið félag en á sér þó ríka sögu enda stofnað árið 1886. Liðið hefur áður tekið á móti West Ham í bikarnum og þá mættu 8000 manns á völlinn. Er það töluvert yfir sætafjölda en samkvæmt Wikipedia-síðu Kidderminster tekur Aggborough-völlurinn aðeins rúmlega 3000 manns í sæti og annan eins fjölda standandi. What a story this would be Can non-league Kidderminster Harriers knock West Ham out of the FA Cup?Watch LIVE from 12:00 GMT Saturday on the BBC #bbcfootball #bbcfacup— Match of the Day (@BBCMOTD) February 4, 2022 Richard Lane, formaður Kidderminster, vonast til að nálægð áhorfenda á Aggborough muni hjálpa sínum mönnum í dag. „Að hafa alla áhorfendur svo nálægt vellinum sjálfum mun vonandi hræða leikmenn West Ham að einhverju leyti. Ef þú setur alla litlu hlutina saman þá eigum við möguleika,“ sagði Lane í skemmtilegu innslagi breska ríkisútvarpsins fyrir leik. Klukkan 12.20 hefst útsending frá leik Kidderminster og West Ham í 4. umferð FA-bikarsins í knattspyrnu á Stöð 2 Sport 3. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira