Katrín Tanja hafði betur gegn Anníe Mist á Reykjavíkurleikunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 23:21 Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á Reykjavíkurleikunum ásamt liðsfélaga sínum, Andre Houdet. Mynd/Instagram/Reykjavikgames Parakeppni í CrossFit fór fram á Reykjavíkurleikunum í dag þar sem fjögur lið tóku þátt. Keppt var í fimm greinum á 90 mínútum og á endanum stóðu Katrín Tanja Davíðsdóttir og Andre Houdet uppi sem sigurvegarar. Mikil spenna ríkti fyrir keppninni, en henni var lýst bæði á íslensku og ensku þar sem mikill áhugi var erlendis frá. Ein kona og einn karl var í hverju liði og liðin fjögur voru samsett af Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Andre Houdet, Anníe Mist Þórisdóttur og Khan Porter, Tola Morakinyo og Lauren Fisher og að lokum Garðari Ólafssyni og Rebecka Vitesson. Eins og áður segir var keppt í fimm greinum, en nánari upplýsingar um greinarnar má finna á heimasíðu Reykjavíkurleikanna með því að smella hér. Fyrsta greinin sem keppt var einstaklingskeppni og kallast „Feel the Burn“, en þar stóð Anníe Mist uppi sem sigurvegari kvennamegin og Andre Houdet karlamegin. Í annarri greininni sem nefnist „The Breather“ þurftu pörin að vera samtaka í æfingum sínum. Pörin gerðu réttstöðulyftur og framhnébeygjur samtaka og þar báru Katrín Tanja og Houdert sigur úr býtum. Þriðja greinin var einstaklangskeppni sem kallast einfaldlega „Liftoff“ þar se konurnar keppa í snörun og karlarnir í jafnhöttun. Anníe Mist og Rebecka Viteson deildu efsta sætinu en þær lyftu báðar 85 kg. Líkt og í fyrstu tveimur greinunum var það Andre Houdet sem stóð uppi sem sigurvegari í þriðju greininni, en hann lyfti 165 kg. Aftur var samhæfingin í fyrirrúmi í fjórðu grein dagsins sem kallast „The Workhorse“ þar sem pörin vinna meðal annars með þungan bolta. Anníe Mist og Khan Porter voru þar fremst meðal jafningja og hleyptu þar með spennu í lokagreinina. Lokagreinin kallast „The Relay“ þar sem pörin keppast við að klára sínar æfingar á sem stystum tíma. Konurnar þurftu að klára sitt áður en karlarnir máttu leggja af stað. Katrín Tanja og Andre Houdet komu fyrst í mark og tryggðu sér um leið sigur á Reykjavíkurleikunum árið 2022. CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Mikil spenna ríkti fyrir keppninni, en henni var lýst bæði á íslensku og ensku þar sem mikill áhugi var erlendis frá. Ein kona og einn karl var í hverju liði og liðin fjögur voru samsett af Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Andre Houdet, Anníe Mist Þórisdóttur og Khan Porter, Tola Morakinyo og Lauren Fisher og að lokum Garðari Ólafssyni og Rebecka Vitesson. Eins og áður segir var keppt í fimm greinum, en nánari upplýsingar um greinarnar má finna á heimasíðu Reykjavíkurleikanna með því að smella hér. Fyrsta greinin sem keppt var einstaklingskeppni og kallast „Feel the Burn“, en þar stóð Anníe Mist uppi sem sigurvegari kvennamegin og Andre Houdet karlamegin. Í annarri greininni sem nefnist „The Breather“ þurftu pörin að vera samtaka í æfingum sínum. Pörin gerðu réttstöðulyftur og framhnébeygjur samtaka og þar báru Katrín Tanja og Houdert sigur úr býtum. Þriðja greinin var einstaklangskeppni sem kallast einfaldlega „Liftoff“ þar se konurnar keppa í snörun og karlarnir í jafnhöttun. Anníe Mist og Rebecka Viteson deildu efsta sætinu en þær lyftu báðar 85 kg. Líkt og í fyrstu tveimur greinunum var það Andre Houdet sem stóð uppi sem sigurvegari í þriðju greininni, en hann lyfti 165 kg. Aftur var samhæfingin í fyrirrúmi í fjórðu grein dagsins sem kallast „The Workhorse“ þar sem pörin vinna meðal annars með þungan bolta. Anníe Mist og Khan Porter voru þar fremst meðal jafningja og hleyptu þar með spennu í lokagreinina. Lokagreinin kallast „The Relay“ þar sem pörin keppast við að klára sínar æfingar á sem stystum tíma. Konurnar þurftu að klára sitt áður en karlarnir máttu leggja af stað. Katrín Tanja og Andre Houdet komu fyrst í mark og tryggðu sér um leið sigur á Reykjavíkurleikunum árið 2022.
CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira