Bikarmeistarar Leicester úr leik eftir afhroð í Skírisskógi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2022 18:01 Joe Worrall að stanga knöttinn í netið. Alex Livesey/Getty Images Nottingham Forest frá Skírisskógi gerði sér lítið fyrir og pakkaði bikarmeisturum Leicester City saman í 32-liða úrslitum FA-bikarsins. Lokatölur í Nottingham 4-1 heimamönnum í vil. Nottingham Forest voru sýnd veiði en ekki gefin fyrir bikarmeistara Leicester eftir að hafa slegið Arsenal út í 3. umferð FA-bikarsins. Þó Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, hafi gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu óraði engum fyrir hvernig leikur dagsins myndi þróast. Tvö mörk með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks lögðu grunninn að frábærum sigri Forest. Hinn danski Philip Zinckernagel kom heimamönnum yfir eftir að boltinn barst til hans eftir skalla Keinan Davis á 23. mínútu leiksins. The City Ground has erupted Could @NFFC be about to upset the holders #EmiratesFACup pic.twitter.com/HxEdIvoDF6— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Örskömmu síðar var staðan orðin 2-0. Heimamenn unnu boltann strax eftir miðju bikarmeistaranna og allt í einu var Brennan Johnson óvænt einn gegn Danny Ward, markverði Leicester, hann skoraði af öryggi og stuðningsfólk heimamanan ærðist af fögnuði. IT'S THE STAR BOY Brennan Johnson has scored straight from kick-off! @NFFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/gQMZoxyBln— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Ekki löngu síðar, eða á 32. mínútu leiksins, var staðan orðin 3-0. Að þessu sinni var það Joe Worrall sem var réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu James Garner. Skömmu fyrir hálfleik fengu gestirnir líflínu eftir að Brice Samba, markvörður Forest, fór í skógarhlaup og Kelechi Iheanacho náði að renna boltanum í netið, staðan 3-1 í hálfleik. Squeezed in from a tight angle by @67Kelechi #EmiratesFACup pic.twitter.com/LhFZjY3S6C— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Sú litla von sem Leicester hafði hvarf eftir klukkutíma leik. Djed Spence skoraði þá eftir frábæra stungusendingu Zinckernagel og staðan orðin 4-1. ARE YOU NOT ENTERTAINED!?@DjedSpence is a special player.#EmiratesFACup pic.twitter.com/4nUgW7zaSB— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Reyndust það lokatölur leiksins og Nottingham Forest komið áfram í 16-liða úrslit FA-bikarsins þar sem liðið mætir Huddersfield Town. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Nottingham Forest voru sýnd veiði en ekki gefin fyrir bikarmeistara Leicester eftir að hafa slegið Arsenal út í 3. umferð FA-bikarsins. Þó Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, hafi gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu óraði engum fyrir hvernig leikur dagsins myndi þróast. Tvö mörk með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks lögðu grunninn að frábærum sigri Forest. Hinn danski Philip Zinckernagel kom heimamönnum yfir eftir að boltinn barst til hans eftir skalla Keinan Davis á 23. mínútu leiksins. The City Ground has erupted Could @NFFC be about to upset the holders #EmiratesFACup pic.twitter.com/HxEdIvoDF6— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Örskömmu síðar var staðan orðin 2-0. Heimamenn unnu boltann strax eftir miðju bikarmeistaranna og allt í einu var Brennan Johnson óvænt einn gegn Danny Ward, markverði Leicester, hann skoraði af öryggi og stuðningsfólk heimamanan ærðist af fögnuði. IT'S THE STAR BOY Brennan Johnson has scored straight from kick-off! @NFFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/gQMZoxyBln— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Ekki löngu síðar, eða á 32. mínútu leiksins, var staðan orðin 3-0. Að þessu sinni var það Joe Worrall sem var réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu James Garner. Skömmu fyrir hálfleik fengu gestirnir líflínu eftir að Brice Samba, markvörður Forest, fór í skógarhlaup og Kelechi Iheanacho náði að renna boltanum í netið, staðan 3-1 í hálfleik. Squeezed in from a tight angle by @67Kelechi #EmiratesFACup pic.twitter.com/LhFZjY3S6C— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Sú litla von sem Leicester hafði hvarf eftir klukkutíma leik. Djed Spence skoraði þá eftir frábæra stungusendingu Zinckernagel og staðan orðin 4-1. ARE YOU NOT ENTERTAINED!?@DjedSpence is a special player.#EmiratesFACup pic.twitter.com/4nUgW7zaSB— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Reyndust það lokatölur leiksins og Nottingham Forest komið áfram í 16-liða úrslit FA-bikarsins þar sem liðið mætir Huddersfield Town. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59