Enski boltinn

Dag­ný lék allan leikinn í góðum sigri West Ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný í upphitun fyrir leik kvöldsins.
Dagný í upphitun fyrir leik kvöldsins. Twitter/@westhamwomen

West Ham United lagði Aston Villa 2-1 í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn á miðju West Ham.

West Ham heimsótti Birmingham í dag og mætti þar Aston Villa. Abbey-Leigh Stringer kom gestunum frá Lundúnum yfir eftir aðeins tólf mínútna leik en heimakonur jöfnuðu metin hálftíma síðar. Alisha Lehmann með markið af vítapunktinum.

Eftir aðeins átta mínútna leik í síðari hálfleik skoraði kom Katerina Svitkova gestunum yfir á nýjan leik og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur 2-1 West Ham í vil.

Sigurinn þýðir að West Ham er nú með 20 stig í 7. sæti að loknum 13 umferðum. Er liðið með jafn mörg stig og Manchester City sem er í 6. sæti deildarinnar. Aðeins eru fimm stig í Manchester United sem situr í 3. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×