Enski boltinn

Stuðnings­maður Leicester réðst á leik­menn For­est

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atvikið sem um er ræðir.
Atvikið sem um er ræðir. Twitter/@brfootbal

B-deildarlið Nottingham Forest sló ríkjandi bikarmeistara Leicester City úr FA-bikarnum á Englandi í dag. Forest vann sannfærandi 4-1 sigur og virðist sem það hafi verið of mikið fyrir ákveðinn stuðningsmann Leicester.

Sigur Forest var einkar sannfærandi og liðið til alls líklegt eftir að hafa slegið bæði Arsenal og Leicester City úr leik.

Er leikmenn Forest voru að fagna einu marka sinna í dag réðst stuðningsmaður gestanna inn á völlinn og veittist að heimamönnum. Reyndi hann meðal annars að kýla leikmann Forest í andlitið.

Á endanum náðu öryggisverðir í skottið á manninum sem má ætla að fái aldrei að stíga fæti inn á knattspyrnuleikvang aftur.

Forest vann eins og áður sagði öruggan 4-1 sigur og er komið í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Þar loks mætir Forest öðru B-deildarliðið en lærisveinar Steve Cooper drógust gegn Huddersfield Town.

Ætti það að vera hörkuleikur þar sem Huddersfield situr í 5. sæti Championship-deildarinnar á meðan Forest er í 8. sæti.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×