Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 10:11 Sumarhús seldust eins og heitar lummur á síðasta ári. Getty Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að metfjöldi kaupsamninga um sumarhús hafi verið undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. 603 kaupsamningar um sumarhús voru undirritaðir á síðasta ári. Er það tvöföldun frá árinu 2019 þegar ríflega þrjú hundruð kaupsamningar voru undirritaðir. „Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi,“ segir í Hagsjánni. Hækkað umfram íbúðaverð á landsbyggðinni Nýjustu gögn sem fáanleg eru um verð sumarhúsa eru frá öðrum ársfjórðungi í fyrra þar sem meðalfermetraverðið reyndist vera 394.000 kr. Hefur það hækkað um 16 prósent frá öðrum ársfjórðungi árið á undan. Sé litið til þróunar síðustu fjögurra ársfjórðunga og tekin breyting milli ára sést að sumarhús hafa hækkað um fjórtán prósent milli ára samkvæmt nýjustu gögnum á sama tíma og íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðis hefur hækkað um átta prósent. „Markaðurinn með sumarhús er um margt áhugaverður og má segja að hann endurspegli að einhverju leyti ástandið í þjóðfélaginu. Mikil sala síðustu ár er að líkindum bein afleiðing af faraldrinum og því óljóst hvort sú þróun haldi áfram nú þegar vextir fara hækkandi og almennt hægir á eftirspurn. Það er líklegt að ferðalög aukist á ný, en þó má velta vöngum yfir því hvort aukin meðvitund almennings um loftslagsmál hvetji fólk til þess að verja sumrinu frekar innanlands í sumarhúsi en á erlendri grund með áframhaldandi eftirspurn eftir sumarhúsum,“ segir í Hagsjánni, sem lesa má hér. Íslenskir bankar Húsnæðismál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að metfjöldi kaupsamninga um sumarhús hafi verið undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. 603 kaupsamningar um sumarhús voru undirritaðir á síðasta ári. Er það tvöföldun frá árinu 2019 þegar ríflega þrjú hundruð kaupsamningar voru undirritaðir. „Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi,“ segir í Hagsjánni. Hækkað umfram íbúðaverð á landsbyggðinni Nýjustu gögn sem fáanleg eru um verð sumarhúsa eru frá öðrum ársfjórðungi í fyrra þar sem meðalfermetraverðið reyndist vera 394.000 kr. Hefur það hækkað um 16 prósent frá öðrum ársfjórðungi árið á undan. Sé litið til þróunar síðustu fjögurra ársfjórðunga og tekin breyting milli ára sést að sumarhús hafa hækkað um fjórtán prósent milli ára samkvæmt nýjustu gögnum á sama tíma og íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðis hefur hækkað um átta prósent. „Markaðurinn með sumarhús er um margt áhugaverður og má segja að hann endurspegli að einhverju leyti ástandið í þjóðfélaginu. Mikil sala síðustu ár er að líkindum bein afleiðing af faraldrinum og því óljóst hvort sú þróun haldi áfram nú þegar vextir fara hækkandi og almennt hægir á eftirspurn. Það er líklegt að ferðalög aukist á ný, en þó má velta vöngum yfir því hvort aukin meðvitund almennings um loftslagsmál hvetji fólk til þess að verja sumrinu frekar innanlands í sumarhúsi en á erlendri grund með áframhaldandi eftirspurn eftir sumarhúsum,“ segir í Hagsjánni, sem lesa má hér.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira