Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 10:11 Sumarhús seldust eins og heitar lummur á síðasta ári. Getty Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að metfjöldi kaupsamninga um sumarhús hafi verið undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. 603 kaupsamningar um sumarhús voru undirritaðir á síðasta ári. Er það tvöföldun frá árinu 2019 þegar ríflega þrjú hundruð kaupsamningar voru undirritaðir. „Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi,“ segir í Hagsjánni. Hækkað umfram íbúðaverð á landsbyggðinni Nýjustu gögn sem fáanleg eru um verð sumarhúsa eru frá öðrum ársfjórðungi í fyrra þar sem meðalfermetraverðið reyndist vera 394.000 kr. Hefur það hækkað um 16 prósent frá öðrum ársfjórðungi árið á undan. Sé litið til þróunar síðustu fjögurra ársfjórðunga og tekin breyting milli ára sést að sumarhús hafa hækkað um fjórtán prósent milli ára samkvæmt nýjustu gögnum á sama tíma og íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðis hefur hækkað um átta prósent. „Markaðurinn með sumarhús er um margt áhugaverður og má segja að hann endurspegli að einhverju leyti ástandið í þjóðfélaginu. Mikil sala síðustu ár er að líkindum bein afleiðing af faraldrinum og því óljóst hvort sú þróun haldi áfram nú þegar vextir fara hækkandi og almennt hægir á eftirspurn. Það er líklegt að ferðalög aukist á ný, en þó má velta vöngum yfir því hvort aukin meðvitund almennings um loftslagsmál hvetji fólk til þess að verja sumrinu frekar innanlands í sumarhúsi en á erlendri grund með áframhaldandi eftirspurn eftir sumarhúsum,“ segir í Hagsjánni, sem lesa má hér. Íslenskir bankar Húsnæðismál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að metfjöldi kaupsamninga um sumarhús hafi verið undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. 603 kaupsamningar um sumarhús voru undirritaðir á síðasta ári. Er það tvöföldun frá árinu 2019 þegar ríflega þrjú hundruð kaupsamningar voru undirritaðir. „Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi,“ segir í Hagsjánni. Hækkað umfram íbúðaverð á landsbyggðinni Nýjustu gögn sem fáanleg eru um verð sumarhúsa eru frá öðrum ársfjórðungi í fyrra þar sem meðalfermetraverðið reyndist vera 394.000 kr. Hefur það hækkað um 16 prósent frá öðrum ársfjórðungi árið á undan. Sé litið til þróunar síðustu fjögurra ársfjórðunga og tekin breyting milli ára sést að sumarhús hafa hækkað um fjórtán prósent milli ára samkvæmt nýjustu gögnum á sama tíma og íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðis hefur hækkað um átta prósent. „Markaðurinn með sumarhús er um margt áhugaverður og má segja að hann endurspegli að einhverju leyti ástandið í þjóðfélaginu. Mikil sala síðustu ár er að líkindum bein afleiðing af faraldrinum og því óljóst hvort sú þróun haldi áfram nú þegar vextir fara hækkandi og almennt hægir á eftirspurn. Það er líklegt að ferðalög aukist á ný, en þó má velta vöngum yfir því hvort aukin meðvitund almennings um loftslagsmál hvetji fólk til þess að verja sumrinu frekar innanlands í sumarhúsi en á erlendri grund með áframhaldandi eftirspurn eftir sumarhúsum,“ segir í Hagsjánni, sem lesa má hér.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira