Gruggugir ormar í jaðar rokki Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 16:30 Elvar Bragi Kristjónsson, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir og Hörður Þórhallsson mynda jaðar grugg rokksveitina Orma Aðsend Hljómsveitin Ormar skilgreinig sig sem jaðar-grugg rokksveit (e.grunge). Þau segja rokk merina vera á fleygiferð þessa dagana en þau hafa sett hnakkinn á og stigið aftur á bak með sínu fyrsta lagi, sem heitir einmitt „Aftur á bak“. Gruggrokkið svokallaða sló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar og virðist vera með comeback núna. View this post on Instagram A post shared by Ormar (@band_ormar) Hljómsveitina skipa þau Elvar Bragi Kristjónsson (gítar og söngur), Hörður Þórhallsson (bassi og söngur) og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir (trommur). Þau byrjuðu að spila saman undir lok ársins 2020 og hafa verið dugleg að stíga á svið síðastliðið ár við góðar undirtektir rokkunnenda landsins. Elvar og Sólrún hafa verið mjög virk í músík senunni á Íslandi undanfarin ár en meðal verkefna þeirra eru Ceasetone, Babies flokkurinn, Una Stef, gugusar, Valborg Ólafs og FLOTT. Bumbubolti tónlistarmannsins sem þróaðist lengra Hörður og Elvar eru æskuvinir frá Höfn í Hornafirði. Þeir þróuðu með sér ástríðu fyrir gruggrokki á unglingsárum, sem hefur fylgt þeim síðan. Eftir langa pásu kom upp sú hugmynd þeirra á milli að hittast nokkur kvöld í viku og spila saman tónlist. Hljómsveitir á borð við Nirvana, Alice in Chains, Soundgarden og Smashing Pumpkins kölluðu þá á þá. „Hugmyndin var að þetta yrði eins konar bumbubolti tónlistarmannsins,“ segir Hörður og bætir við að hann hafi fundið fyrir þorsta í rokk hjartanu sem yrði að svala. Þeir fengu því til liðs við sig trommarann Sólrúnu Mjöll, sem hefur meðal annars spilað með hljómsveitinni FLOTT, og þar með voru Ormar fullkomnaðir. Eftir að hafa tekið örfáar æfingar saman byrjaði hljómsveitin loks að semja eigin tónlist og þá var ekki aftur snúið. View this post on Instagram A post shared by Ormar (@band_ormar) Labbaði út með appelsínugulan rokkgítar Fljótlega eftir að hljómsveitin var stofnuð var Elvar Bragi mættur í hljóðfæraverslun þar sem hann hugðist versla sér bassamagnara. En eins og getur svo oft gerst þá endar hann með að versla sér eitthvað allt annað en áætlað var í upphafi búðarferðar. „Eftir góða verslunarferð geng ég hins vegar út úr búðinni með appelsínugulan rokkgítar.“ Appelsínuguli rokkgítarinn í allri sinni dýrðAðsend Eftir það fór Elvar heim og spilaði á gítarinn klukkustundum saman á meðan konan hans horfði á RuPaul’s Drag Race í sjónvarpinu. „Riffið kom til mín á meðan ég horfði á nágranna minn fara út með ruslið spilandi á gítarinn.“ Þannig kviknaði hugmyndin að laginu „Aftur á bak“. Í kjölfarið þróuðu Ormar lagið saman og er það jafnframt fyrsta lag sem þau bæði vinna til fulls og senda frá sér sem hljómsveit. Meira efni væntanlegt Það er nóg framundan hjá þessari hljómsveit þar sem þau munu senda frá sér annað lag í byrjun mars og fjögurra laga smáskífu í byrjun apríl. „Þessa stundina er lítið um tónleikahald og viðburði sökum sóttvarnaraðgerða en Ormar vonast eftir að komast á svið sem allra fyrst,“ segja rokkararnir að lokum. Hér má hlusta á lagið af Spotify: Tónlist Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Gruggrokkið svokallaða sló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar og virðist vera með comeback núna. View this post on Instagram A post shared by Ormar (@band_ormar) Hljómsveitina skipa þau Elvar Bragi Kristjónsson (gítar og söngur), Hörður Þórhallsson (bassi og söngur) og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir (trommur). Þau byrjuðu að spila saman undir lok ársins 2020 og hafa verið dugleg að stíga á svið síðastliðið ár við góðar undirtektir rokkunnenda landsins. Elvar og Sólrún hafa verið mjög virk í músík senunni á Íslandi undanfarin ár en meðal verkefna þeirra eru Ceasetone, Babies flokkurinn, Una Stef, gugusar, Valborg Ólafs og FLOTT. Bumbubolti tónlistarmannsins sem þróaðist lengra Hörður og Elvar eru æskuvinir frá Höfn í Hornafirði. Þeir þróuðu með sér ástríðu fyrir gruggrokki á unglingsárum, sem hefur fylgt þeim síðan. Eftir langa pásu kom upp sú hugmynd þeirra á milli að hittast nokkur kvöld í viku og spila saman tónlist. Hljómsveitir á borð við Nirvana, Alice in Chains, Soundgarden og Smashing Pumpkins kölluðu þá á þá. „Hugmyndin var að þetta yrði eins konar bumbubolti tónlistarmannsins,“ segir Hörður og bætir við að hann hafi fundið fyrir þorsta í rokk hjartanu sem yrði að svala. Þeir fengu því til liðs við sig trommarann Sólrúnu Mjöll, sem hefur meðal annars spilað með hljómsveitinni FLOTT, og þar með voru Ormar fullkomnaðir. Eftir að hafa tekið örfáar æfingar saman byrjaði hljómsveitin loks að semja eigin tónlist og þá var ekki aftur snúið. View this post on Instagram A post shared by Ormar (@band_ormar) Labbaði út með appelsínugulan rokkgítar Fljótlega eftir að hljómsveitin var stofnuð var Elvar Bragi mættur í hljóðfæraverslun þar sem hann hugðist versla sér bassamagnara. En eins og getur svo oft gerst þá endar hann með að versla sér eitthvað allt annað en áætlað var í upphafi búðarferðar. „Eftir góða verslunarferð geng ég hins vegar út úr búðinni með appelsínugulan rokkgítar.“ Appelsínuguli rokkgítarinn í allri sinni dýrðAðsend Eftir það fór Elvar heim og spilaði á gítarinn klukkustundum saman á meðan konan hans horfði á RuPaul’s Drag Race í sjónvarpinu. „Riffið kom til mín á meðan ég horfði á nágranna minn fara út með ruslið spilandi á gítarinn.“ Þannig kviknaði hugmyndin að laginu „Aftur á bak“. Í kjölfarið þróuðu Ormar lagið saman og er það jafnframt fyrsta lag sem þau bæði vinna til fulls og senda frá sér sem hljómsveit. Meira efni væntanlegt Það er nóg framundan hjá þessari hljómsveit þar sem þau munu senda frá sér annað lag í byrjun mars og fjögurra laga smáskífu í byrjun apríl. „Þessa stundina er lítið um tónleikahald og viðburði sökum sóttvarnaraðgerða en Ormar vonast eftir að komast á svið sem allra fyrst,“ segja rokkararnir að lokum. Hér má hlusta á lagið af Spotify:
Tónlist Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira