Skilur ekki hvers vegna Þórólfur og Willum taka menningu fram yfir háskólastarf Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 13:38 Áslaug Arna vill afnema eins metra regluna í háskólum strax. Vísir/Vilhelm Óljóst er hvort næstu afléttingar á sóttvarnatakmörkunum verði kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Ráðherra Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að fjarlægðaregla verði afnumin í háskólum og skilur ekki hvers vegna heilbrigðisráðherra tekur menningarviðburði fram yfir háskólastarf. „Ég bind auðvitað vonir við það að hvorki háskólar né önnur starfsemi búi við takmarkanir í langan tíma í viðbót. En á meðan svo er er að minnsta kosti lágmark að háskólar búi ekki við strangari skilyrði en menningin,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún vísar þar til eins metra reglunnar sem heilbrigðisráðherra ákvað að fella niður á menningarviðburðum í síðustu viku. Reglan er þó enn í gildi í háskólum landsins. Bindur vonir við afléttingar á morgun Og þetta er Áslaug síður en svo sátt við og hefur kallað eftir því að heilbrigðisráðherra felli regluna einnig niður í skólum. „Ég sé allavega ekki málefnalegar ástæður fyrir því að háskólar búi við meiri eða strangari skilyrði en til dæmis menningin og bind miklar vonir við það að úr þessu verði bætt. Það hefur verið sagt að þetta eigi að skoða þannig ég vona innilega að það gerist ekki seinna en á morgun,“ segir Áslaug Arna. Það verði að gæta að samræmingu í sóttvaratakmörkunum. Það sé enginn munur á því að sitja saman inni í skólastofu heldur en inni í sal á tónleikum eða í leikhúsi. Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingar í þessari viku, tveimur vikum fyrr en aflléttingaráætlun gerir ráð fyrir. Þó er óvíst hvort þær afléttingar verði kynntar strax eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Hvorki heilbrigðisráðherra né sóttvarnalæknir veittu fréttastofu viðtal fyrir hádegisfréttir. Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Ég bind auðvitað vonir við það að hvorki háskólar né önnur starfsemi búi við takmarkanir í langan tíma í viðbót. En á meðan svo er er að minnsta kosti lágmark að háskólar búi ekki við strangari skilyrði en menningin,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún vísar þar til eins metra reglunnar sem heilbrigðisráðherra ákvað að fella niður á menningarviðburðum í síðustu viku. Reglan er þó enn í gildi í háskólum landsins. Bindur vonir við afléttingar á morgun Og þetta er Áslaug síður en svo sátt við og hefur kallað eftir því að heilbrigðisráðherra felli regluna einnig niður í skólum. „Ég sé allavega ekki málefnalegar ástæður fyrir því að háskólar búi við meiri eða strangari skilyrði en til dæmis menningin og bind miklar vonir við það að úr þessu verði bætt. Það hefur verið sagt að þetta eigi að skoða þannig ég vona innilega að það gerist ekki seinna en á morgun,“ segir Áslaug Arna. Það verði að gæta að samræmingu í sóttvaratakmörkunum. Það sé enginn munur á því að sitja saman inni í skólastofu heldur en inni í sal á tónleikum eða í leikhúsi. Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingar í þessari viku, tveimur vikum fyrr en aflléttingaráætlun gerir ráð fyrir. Þó er óvíst hvort þær afléttingar verði kynntar strax eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Hvorki heilbrigðisráðherra né sóttvarnalæknir veittu fréttastofu viðtal fyrir hádegisfréttir.
Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira