Er alveg sama um klæðaburð leikmanna svo lengi sem þeir leggi sig alla fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 19:01 Dele Alli, leikmaður Everton. Chris Brunskill/Getty Images Frank Lampard, nýráðinn þjálfari Everton, gaf lítið fyrir þá fullyrðingu að Dele Alli, ein nýjasta viðbót Everton-liðsins, hafi verið eins og umrenningur til fara er hann var kynntur fyrir stuðningsfólki félagsins. Dele Alli gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Everton frá Tottenham Hotspur á gluggadeginum fyrir viku síðan. Síðasta laugardag vann Everton sannfærandi sigur á Brentford í FA-bikarnum en í hálfleik leiksins var Dele kynntur fyrir stuðningsfólki Everton. Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður sem og þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof hrifinn af klæðaburði Dele en Lampard gæti vart verið meira sama. „Mér gæti ekki verið meira sama hvernig bíl hann keyrir eða hvaða fötum hann klæðist. Þetta snýst um að leggja sig allan fram og reyna bæta sig á hverjum degi ásamt því að sýna félaginu og liðsfélögunum virðingu,“ sagði þjálfarinn. „Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo lengi sem leikmenn standa sig á vellinum þá er ég ánægður. Ég reyni ekki að hafa áhrif á persónuleika hvers og eins leikmanns. Ef leikmenn eru með rétt hugarfar þegar kemur að fótbolta þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Lampard að endingu. Frank Lampard has defended Dele Alli after criticism on the clothes he wore as he was presented to Everton fans at Goodison Park on Saturday.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2022 Alli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið sækir Newcastle United heim annað kvöld. Everton vann Brentford, 4-1, á laugardaginn í fyrsta leik sínum undir stjórn Franks Lampard. Yerry Mina, Richarlison, Mason Holgate og Andros Townsend skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Dele Alli gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Everton frá Tottenham Hotspur á gluggadeginum fyrir viku síðan. Síðasta laugardag vann Everton sannfærandi sigur á Brentford í FA-bikarnum en í hálfleik leiksins var Dele kynntur fyrir stuðningsfólki Everton. Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður sem og þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof hrifinn af klæðaburði Dele en Lampard gæti vart verið meira sama. „Mér gæti ekki verið meira sama hvernig bíl hann keyrir eða hvaða fötum hann klæðist. Þetta snýst um að leggja sig allan fram og reyna bæta sig á hverjum degi ásamt því að sýna félaginu og liðsfélögunum virðingu,“ sagði þjálfarinn. „Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo lengi sem leikmenn standa sig á vellinum þá er ég ánægður. Ég reyni ekki að hafa áhrif á persónuleika hvers og eins leikmanns. Ef leikmenn eru með rétt hugarfar þegar kemur að fótbolta þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Lampard að endingu. Frank Lampard has defended Dele Alli after criticism on the clothes he wore as he was presented to Everton fans at Goodison Park on Saturday.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2022 Alli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið sækir Newcastle United heim annað kvöld. Everton vann Brentford, 4-1, á laugardaginn í fyrsta leik sínum undir stjórn Franks Lampard. Yerry Mina, Richarlison, Mason Holgate og Andros Townsend skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira