„Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli?“ Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2022 08:01 Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sævar Ólafsson. Þegar þau fóru í skoðun, en erfingjans er vænst 1. maí, þá er Dóra sett, var sagt við Sævar: Heyrðu, góði. Þú bíður hér fyrir utan. Þetta þykir þeim óásættanlegt. vísir/vilhelm Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þegar til skoðunar kom hjá ljósmóður á dögunum var Sævari gert að bíða fyrir utan og það þykir Dóru Björt ekki boðlegt. „500 manns fara á viðburði en faðir ófædda barnsins míns fær ekki að koma með inn til ljósmóður til að heyra stöðuna, hvort það yfirleitt heyrist hjartsláttur frá barninu hans eða ræða fæðinguna. Á að bíða fyrir utan. Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli? Er þetta grín?“ segir Dóra Björt á Twitter og leynir hvergi því hversu brugðið henni er. Verðandi mæður segja stöðuna kvíðvænlega Óhætt er að segja að tíst Dóru Bjartar hafi vakið mikla athygli og svo virðist sem reglur um þetta séu ólíkar milli landshluta. Konur sem nú eru með barni, svo sem þær Fríða Ísberg og Tinna Ólafsdóttir segja þetta þungbært. Fríða segir fæðinguna ekki stressa sig en tilhugsunin að „ganga ein inn á fæðingardeild með hríðar ef annað hvort okkar smitast, fæða ein, taka á móti barninu ein. Mjög kvíðvænlegt.“ 500 manns fara á viðburði en faðir ófædda barnsins míns fær ekki að koma með inn til ljósmóður til að heyra stöðuna, hvort það yfirleitt heyrist hjartsláttur frá barninu hans eða ræða fæðinguna. Á að bíða fyrir utan. Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli? Er þetta grín?— Dóra Björt (@DoraBjort) February 6, 2022 Og Tinna segir sama hjá sér. Settur dagur sé í dag; „ég er aðallega kvíðin fyrir því að þurfa mögulega að vera ein fyrir virka fæðinu – jú eða í fæðingu ef smit kemur upp. Svo má maki ekki koma með í 5 daga skoðun heldur.“ Dóru Björt er bent á að hún ætti að skoða það að fæða á Akranesi; þar fái faðirinn að vera viðstaddur allan tímann og það sé þessi virði. Dóra Björt, oddviti Pírata í borgarstjórn, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðiráðs hjá Reykjavíkurborg segir að ef hún mögulega geti þá ætli hún að fæða heima. „Tek ekki sénsinn á þessu rugli enda er þetta ástand greinileg heilsufarsógn við öryggi fæðandi foreldra og barnanna. Spáðu í því að þú hafir þurft að gera þetta! Talandi um áhættumat og forgangsröðun. Þetta gerir mig svo reiða!“ Svona eru reglurnar Á Landspítalanum fengust þær upplýsingar að því miður, þá væru þetta reglur sem settar eru af ástæðu. „Mæður verða að koma inn einar, því miður. Það er Covid eins og hún veit og allir vita. Þetta er ekki eitthvað sem starfsfólkið ræður,“ sagði konan á skiptiborðinu. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við að fólk tæki því illa en talsvert er um að fólk hringi og spyrjist fyrir um þetta atriði með feður. Barnið sem þau Dóra Björt og Sævar eiga von á er strákur, líffræðilega. Dóra nefnir í léttum dúr að kynvitund þurfi ekki endilega að fylgja líffræðilegu kyni.vísir/vilhelm „Og fólk skilur málið fullkomlega. Það er líka þegar konurnar koma, að þá getur pabbinn verið úti í bíl og fengið myndir, horft á þetta í gegnum símann, það er boðið uppá það. Í gegnum fjarfundabúnað.“ Dóra Björt segir það nú svo, í samtali við Vísi, að ekki eigi allir bíl. Og hennar fjölskylda sé dæmi um það. Þá er þetta ástand sem hún lýsir einnig staðan á heilsugæslunni en ekki bara á spítalanum. „Síðast þegar ég fór í meðgönguvernd á heilsugæslunni fékk maki minn ekki að koma með inn í skoðun. Staðan var þá sú að samkomutakmarkanir voru mjög miklar í samfélaginu svo þó það hafi verið sárt þá gátum við unað því enda viljum við að sjálfsögðu standa með sóttvörnum í samfélaginu. Tvær grímur runnu þó á mig þegar ég í gær fékk þau skilaboð að sama yrði uppi á teningnum í næstu heimsókn í heilsugæsluna, þrátt fyrir að búið sé nú að létta verulega á takmörkunum,“ segir Dóra Björt og fer yfir málin. Mjög undarleg skilaboð til feðra Hún segir að nú megi 500 manns mega koma saman á viðburðum og fólk megi kíkja í nokkra kalda á barnum. „En faðir míns ófædda barns fær ekki að koma inn til að heyra hjartslátt barnsins og að allt sé í lagi og skipuleggja með mér og ljósmóður fæðinguna okkar. Mér finnst að verið sé að senda feðrum og foreldrum sem ekki ganga með börnin mjög undarleg skilaboð, að þeirra hlutverk skipti í raun ekki máli. Á sama tíma krefjumst við þess sem samfélag að feður axli aukna ábyrgð á heimili og barnauppeldi, eðlilega. En þessi tvöföldu skilaboð ganga ekki upp.“ Dóra Björt segir að með því að útiloka feður með þessum hætti sé verið að senda feðrum og foreldrum sem ekki ganga með börnin mjög undarleg skilaboð.vísir/vilhelm Þá segir Dóra Björt ónefndar þær takmarkanir sem enn virðist við lýði í fæðingunni sjálfri. Hún bendir á þær áhyggjur og kvíða verðandi mæðra sem voru nefndar hér fyrr. „Ekki gagnvart fæðingunni sjálfri heldur gagnvart óttanum við að þurfa að fæða án maka síns. Þannig er þetta ekki bara réttlætismál heldur öryggismál fæðandi foreldra og ófæddra barna þeirra, enda hefur verið fjallað um að þetta hafi neikvæð áhrif á fæðingar.“ Ólíkar reglur milli landshluta Þá nefnir Dóra Björt til sögunnar ábendingar um að reglur virðist ólíkar hvort heilsugæsla sé einkarekin eða í opinberum rekstri auk þess sem reglurnar virðast ólíkar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Úti á landi og á einkareknum stofnunum hér á höfuðborgarsvæðisins virðast báðir foreldrar fá að vera til staðar, þannig virðist ákveðin mismunun vera í gangi eftir rekstrarformi og staðsetningu,“ segir borgarfulltrúinn. Hún telur þetta vægast sagt undarlegt. „Ég var hreinlega hvött til þess að fæða uppi á Akranesi til þess að sleppa við áhyggjurnar yfir því að faðir barnsins míns megi ekki vera til staðar á meðan fæðingu stendur enda virk fæðing í raun mjög afmarkaður hluti af ferlinu, en makar mega vera til staðar undir virkri fæðingu.“ Sævar Ólafsson, verðandi faðir fékk ekki að fara með í mæðraskoðun.vísir/vilhelm Dóra Björt nefnir að kunningjakona hennar hafi lagt það á sig að aka upp á Akranes, í miðjum hríðum, til að fæða vegna þessa ástands. Og hún sjái ekki eftir því. „Þá fauk hreinlega í mig. Hvað erum við að leggja á konur og foreldra sem eiga von á sér? Hér vantar eitthvað heildstætt áhættumat. Hversu langt má ganga gagnvart foreldrum sem vænta barns og eyðileggja um leið dýrmætasta tíma lífsins á meðan það er talið skynsamlegt að opna samfélagið að nánast öllu öðru leyti? Þetta gengur ekki upp.“ Feður sem afgangsstærð Allt þetta er að mati Dóru Bjartar hluti stærra samhengis. En sjálf er hún sett 1. maí. Út frá líffræðinni þá er þetta drengur sem Dóra gengur með, en segir létt í bragði að ekki sé sjálfsagt að kynvitund fylgi líffræðilegu kyni. „Minn maki hefur sagt mér frá því hvernig hann hefur áður upplifað sig sem afgangsstærð í gegnum það ferli sem meðganga og fæðing eldra barnsins hans var, en ég var svo heppin að honum fylgdi yndislegur drengur þannig að við fjölskyldan væntum nú barns númer tvö.“ Dóra nefnir sem dæmi að ekki sé skimað fyrir fæðingarþunglyndi feðra sem sýnt hefur verið fram á að getur komið upp hjá foreldrum af öllum kynjum. „Fæðingarþunglyndi feðra er ekki síður alvarleg staða fyrir stöðu ungra barna og fjölskyldna þeirra. Mér finnst þessi umgjörð vegna Covid renna stoðum undir þá tilfinningu að hlutverk feðra mæti afgangi.“ Þau Dóra Björt og Sævar telja þetta grafalvarlegt mál sem snúist um, ef litið er til stærri myndar, jafna ábyrgð á barnauppeldi. Sem sé mikilvægt þegar litið er til jafnréttismála.vísir/vilhelm Dóra Björt tekur fram að auðvitað geri hún sér fulla grein fyrir því að gæti þurfi að heilsu ljósmæðra og staðan á spítalanum sé alvarleg vegna faraldursins. „En þetta er líka í gildi á heilsugæslunni og þetta hangir eftir þegar öðru hefur verið aflétt að miklu leyti í samfélaginu. Það er skrítið að telja hlutverk feðra og maka svo léttvægt að það megi missa sín út af öryggissjónarmiðum vegna Covid þegar reyndin er sú að þetta hefur sett fæðingar í óvissu. Auk þess sem heilsa ófædds barns er ekkert einkamál þeirra foreldra sem ganga með barnið og undarlegt að gefa það í skyn og gefa þar með úreldum samfélagslegum viðhorfum byr undir báða vængi.“ Grafalvarlegt mál Dóra segir einn punkt afar mikilvægan og vitnar til áðurnefnds Twitter-þráðar, en þar er þetta ítrekað nefnt er varðar skoðanir og sónar: „Það er þegar slæmar fréttir eru hluti af ferlinu. Foreldrar hafa lýst þarna hversu mjög þessi staða hefur aukið á harm þeirra við slíkar fréttir. Þetta er grafalvarlegt mál. Það er kannski það sem ég myndi vilja biðja um aukna viðurkenningu á.“ Dóra Björt segir þetta einfaldlega grafalvarlegt mál og vísi út fyrir sig; þetta snýr að jafnréttismálum og hlutverki feðra, maka og stuðningsaðila. Það hlutverk er veigamikið og skiptir verulegu máli. „Í stóra samhenginu snýst þetta um rétt barna til beggja foreldra og að hugmyndafræðin okkar um jafnrétti og jafna ábyrgð við barnauppeldi nái alla leið í kerfunum okkar, ekki síður en hugum og hjörtum.“ Viðbót: Það gerðist svo þegar lögð var lokahönd á þetta viðtal að tilkynning birtist á vef Landspítalands: Fósturgreiningardeild hefur aflétt banni við því að maki eða aðstandandi megi fylgja konu í fósturgreiningu. Bannið gilti meðan Landspítali var á neyðarstigi en spítalinn er nú skilgreindur sem á hættustigi. Það breytir þó engu um skoðanir þær sem Dóra Björt viðrar varðandi afstöðuna sem birtist í útilokun maka frá mæðraskoðun. Börn og uppeldi Réttindi barna Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
„500 manns fara á viðburði en faðir ófædda barnsins míns fær ekki að koma með inn til ljósmóður til að heyra stöðuna, hvort það yfirleitt heyrist hjartsláttur frá barninu hans eða ræða fæðinguna. Á að bíða fyrir utan. Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli? Er þetta grín?“ segir Dóra Björt á Twitter og leynir hvergi því hversu brugðið henni er. Verðandi mæður segja stöðuna kvíðvænlega Óhætt er að segja að tíst Dóru Bjartar hafi vakið mikla athygli og svo virðist sem reglur um þetta séu ólíkar milli landshluta. Konur sem nú eru með barni, svo sem þær Fríða Ísberg og Tinna Ólafsdóttir segja þetta þungbært. Fríða segir fæðinguna ekki stressa sig en tilhugsunin að „ganga ein inn á fæðingardeild með hríðar ef annað hvort okkar smitast, fæða ein, taka á móti barninu ein. Mjög kvíðvænlegt.“ 500 manns fara á viðburði en faðir ófædda barnsins míns fær ekki að koma með inn til ljósmóður til að heyra stöðuna, hvort það yfirleitt heyrist hjartsláttur frá barninu hans eða ræða fæðinguna. Á að bíða fyrir utan. Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli? Er þetta grín?— Dóra Björt (@DoraBjort) February 6, 2022 Og Tinna segir sama hjá sér. Settur dagur sé í dag; „ég er aðallega kvíðin fyrir því að þurfa mögulega að vera ein fyrir virka fæðinu – jú eða í fæðingu ef smit kemur upp. Svo má maki ekki koma með í 5 daga skoðun heldur.“ Dóru Björt er bent á að hún ætti að skoða það að fæða á Akranesi; þar fái faðirinn að vera viðstaddur allan tímann og það sé þessi virði. Dóra Björt, oddviti Pírata í borgarstjórn, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðiráðs hjá Reykjavíkurborg segir að ef hún mögulega geti þá ætli hún að fæða heima. „Tek ekki sénsinn á þessu rugli enda er þetta ástand greinileg heilsufarsógn við öryggi fæðandi foreldra og barnanna. Spáðu í því að þú hafir þurft að gera þetta! Talandi um áhættumat og forgangsröðun. Þetta gerir mig svo reiða!“ Svona eru reglurnar Á Landspítalanum fengust þær upplýsingar að því miður, þá væru þetta reglur sem settar eru af ástæðu. „Mæður verða að koma inn einar, því miður. Það er Covid eins og hún veit og allir vita. Þetta er ekki eitthvað sem starfsfólkið ræður,“ sagði konan á skiptiborðinu. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við að fólk tæki því illa en talsvert er um að fólk hringi og spyrjist fyrir um þetta atriði með feður. Barnið sem þau Dóra Björt og Sævar eiga von á er strákur, líffræðilega. Dóra nefnir í léttum dúr að kynvitund þurfi ekki endilega að fylgja líffræðilegu kyni.vísir/vilhelm „Og fólk skilur málið fullkomlega. Það er líka þegar konurnar koma, að þá getur pabbinn verið úti í bíl og fengið myndir, horft á þetta í gegnum símann, það er boðið uppá það. Í gegnum fjarfundabúnað.“ Dóra Björt segir það nú svo, í samtali við Vísi, að ekki eigi allir bíl. Og hennar fjölskylda sé dæmi um það. Þá er þetta ástand sem hún lýsir einnig staðan á heilsugæslunni en ekki bara á spítalanum. „Síðast þegar ég fór í meðgönguvernd á heilsugæslunni fékk maki minn ekki að koma með inn í skoðun. Staðan var þá sú að samkomutakmarkanir voru mjög miklar í samfélaginu svo þó það hafi verið sárt þá gátum við unað því enda viljum við að sjálfsögðu standa með sóttvörnum í samfélaginu. Tvær grímur runnu þó á mig þegar ég í gær fékk þau skilaboð að sama yrði uppi á teningnum í næstu heimsókn í heilsugæsluna, þrátt fyrir að búið sé nú að létta verulega á takmörkunum,“ segir Dóra Björt og fer yfir málin. Mjög undarleg skilaboð til feðra Hún segir að nú megi 500 manns mega koma saman á viðburðum og fólk megi kíkja í nokkra kalda á barnum. „En faðir míns ófædda barns fær ekki að koma inn til að heyra hjartslátt barnsins og að allt sé í lagi og skipuleggja með mér og ljósmóður fæðinguna okkar. Mér finnst að verið sé að senda feðrum og foreldrum sem ekki ganga með börnin mjög undarleg skilaboð, að þeirra hlutverk skipti í raun ekki máli. Á sama tíma krefjumst við þess sem samfélag að feður axli aukna ábyrgð á heimili og barnauppeldi, eðlilega. En þessi tvöföldu skilaboð ganga ekki upp.“ Dóra Björt segir að með því að útiloka feður með þessum hætti sé verið að senda feðrum og foreldrum sem ekki ganga með börnin mjög undarleg skilaboð.vísir/vilhelm Þá segir Dóra Björt ónefndar þær takmarkanir sem enn virðist við lýði í fæðingunni sjálfri. Hún bendir á þær áhyggjur og kvíða verðandi mæðra sem voru nefndar hér fyrr. „Ekki gagnvart fæðingunni sjálfri heldur gagnvart óttanum við að þurfa að fæða án maka síns. Þannig er þetta ekki bara réttlætismál heldur öryggismál fæðandi foreldra og ófæddra barna þeirra, enda hefur verið fjallað um að þetta hafi neikvæð áhrif á fæðingar.“ Ólíkar reglur milli landshluta Þá nefnir Dóra Björt til sögunnar ábendingar um að reglur virðist ólíkar hvort heilsugæsla sé einkarekin eða í opinberum rekstri auk þess sem reglurnar virðast ólíkar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Úti á landi og á einkareknum stofnunum hér á höfuðborgarsvæðisins virðast báðir foreldrar fá að vera til staðar, þannig virðist ákveðin mismunun vera í gangi eftir rekstrarformi og staðsetningu,“ segir borgarfulltrúinn. Hún telur þetta vægast sagt undarlegt. „Ég var hreinlega hvött til þess að fæða uppi á Akranesi til þess að sleppa við áhyggjurnar yfir því að faðir barnsins míns megi ekki vera til staðar á meðan fæðingu stendur enda virk fæðing í raun mjög afmarkaður hluti af ferlinu, en makar mega vera til staðar undir virkri fæðingu.“ Sævar Ólafsson, verðandi faðir fékk ekki að fara með í mæðraskoðun.vísir/vilhelm Dóra Björt nefnir að kunningjakona hennar hafi lagt það á sig að aka upp á Akranes, í miðjum hríðum, til að fæða vegna þessa ástands. Og hún sjái ekki eftir því. „Þá fauk hreinlega í mig. Hvað erum við að leggja á konur og foreldra sem eiga von á sér? Hér vantar eitthvað heildstætt áhættumat. Hversu langt má ganga gagnvart foreldrum sem vænta barns og eyðileggja um leið dýrmætasta tíma lífsins á meðan það er talið skynsamlegt að opna samfélagið að nánast öllu öðru leyti? Þetta gengur ekki upp.“ Feður sem afgangsstærð Allt þetta er að mati Dóru Bjartar hluti stærra samhengis. En sjálf er hún sett 1. maí. Út frá líffræðinni þá er þetta drengur sem Dóra gengur með, en segir létt í bragði að ekki sé sjálfsagt að kynvitund fylgi líffræðilegu kyni. „Minn maki hefur sagt mér frá því hvernig hann hefur áður upplifað sig sem afgangsstærð í gegnum það ferli sem meðganga og fæðing eldra barnsins hans var, en ég var svo heppin að honum fylgdi yndislegur drengur þannig að við fjölskyldan væntum nú barns númer tvö.“ Dóra nefnir sem dæmi að ekki sé skimað fyrir fæðingarþunglyndi feðra sem sýnt hefur verið fram á að getur komið upp hjá foreldrum af öllum kynjum. „Fæðingarþunglyndi feðra er ekki síður alvarleg staða fyrir stöðu ungra barna og fjölskyldna þeirra. Mér finnst þessi umgjörð vegna Covid renna stoðum undir þá tilfinningu að hlutverk feðra mæti afgangi.“ Þau Dóra Björt og Sævar telja þetta grafalvarlegt mál sem snúist um, ef litið er til stærri myndar, jafna ábyrgð á barnauppeldi. Sem sé mikilvægt þegar litið er til jafnréttismála.vísir/vilhelm Dóra Björt tekur fram að auðvitað geri hún sér fulla grein fyrir því að gæti þurfi að heilsu ljósmæðra og staðan á spítalanum sé alvarleg vegna faraldursins. „En þetta er líka í gildi á heilsugæslunni og þetta hangir eftir þegar öðru hefur verið aflétt að miklu leyti í samfélaginu. Það er skrítið að telja hlutverk feðra og maka svo léttvægt að það megi missa sín út af öryggissjónarmiðum vegna Covid þegar reyndin er sú að þetta hefur sett fæðingar í óvissu. Auk þess sem heilsa ófædds barns er ekkert einkamál þeirra foreldra sem ganga með barnið og undarlegt að gefa það í skyn og gefa þar með úreldum samfélagslegum viðhorfum byr undir báða vængi.“ Grafalvarlegt mál Dóra segir einn punkt afar mikilvægan og vitnar til áðurnefnds Twitter-þráðar, en þar er þetta ítrekað nefnt er varðar skoðanir og sónar: „Það er þegar slæmar fréttir eru hluti af ferlinu. Foreldrar hafa lýst þarna hversu mjög þessi staða hefur aukið á harm þeirra við slíkar fréttir. Þetta er grafalvarlegt mál. Það er kannski það sem ég myndi vilja biðja um aukna viðurkenningu á.“ Dóra Björt segir þetta einfaldlega grafalvarlegt mál og vísi út fyrir sig; þetta snýr að jafnréttismálum og hlutverki feðra, maka og stuðningsaðila. Það hlutverk er veigamikið og skiptir verulegu máli. „Í stóra samhenginu snýst þetta um rétt barna til beggja foreldra og að hugmyndafræðin okkar um jafnrétti og jafna ábyrgð við barnauppeldi nái alla leið í kerfunum okkar, ekki síður en hugum og hjörtum.“ Viðbót: Það gerðist svo þegar lögð var lokahönd á þetta viðtal að tilkynning birtist á vef Landspítalands: Fósturgreiningardeild hefur aflétt banni við því að maki eða aðstandandi megi fylgja konu í fósturgreiningu. Bannið gilti meðan Landspítali var á neyðarstigi en spítalinn er nú skilgreindur sem á hættustigi. Það breytir þó engu um skoðanir þær sem Dóra Björt viðrar varðandi afstöðuna sem birtist í útilokun maka frá mæðraskoðun.
Börn og uppeldi Réttindi barna Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent