Innlent

Þær vilja taka við stöðu rektors Há­skólans á Hólum

Atli Ísleifsson skrifar
Hólar í Hjaltadal.
Hólar í Hjaltadal. Stjr

Alls bárust fjórar umsóknir um stöðu rektors Háskólans á Hólum, en staðan var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfrestur á mánudaginn.

Erla Björk Örnólfsdóttir tilkynnti á dögunum að hún myndi ekki sækjast eftir endurráðningu þegar öðru fimm ára starfstímabili hennar lyki.

Á vef skólans segir að umsækjendur um rektorsstöðuna nú séu:

  • Anna Gréta Ólafsdóttir, fv. skólastjóri
  • Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri
  • Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri

Háskólaráð Háskólans á Hólum hefur skipað valnefnd sem metur hæfi umsækjenda.

Nefndina skipa:

  • Skúli Skúlason, prófessor, formaður nefndarinnar
  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda
  • Sigurður Kristinsson, prófessor

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipar háskólarektor til fimm ára frá og með 1. júní 2022, samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×