Innlent

Þessi níu bjóða sig fram í for­vali VG á Akur­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Forvalið fer fram dagana 2. til 5. mars.
Forvalið fer fram dagana 2. til 5. mars. VG

Níu verða í framboði í rafrænu forvali Vinstri grænna á Akureyri sem fer fram dagana 2. til 5. mars næstkomandi.

Í forvalinu verður kosið í efstu sex sætin á framboðslista Vinstri grænna til bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, en niðurstöður fyrir efstu þrjú sætin eru bindandi. Sveitarstjórnarkosningar fara fram á landinu 14. maí næstkomandi.

Eftirfarandi framboð bárust:

  • Ásrún Ýr Gestsdóttir, háskólanemi, í 1. sæti
  • Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, í 3. sæti
  • Herdís Júlía Júlíusdóttir, iðjuþjálfi, í 6. sæti
  • Hermann Arason, framkvæmdastjóri, í 2.-4. sæti
  • Inga Elísabet Vésteinsdóttir, landfræðingur, í 6. sæti
  • Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, í 1. sæti
  • Ólafur Kjartansson, vélvirki og fyrrv. framhaldskólakennari, í 2. sæti
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir, verkefnastjóri, í 2.-6. sæti
  • Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, 4.-6. sæti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×