„Lögðum mikið upp úr því að koma tilbúnar til leiks“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 9. febrúar 2022 22:48 Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigur liðsins gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Valskonur náðu undirtökum í leik kvöldsins gegn Keflavík strax í upphafi, en þær komu stöðunni í 13-2 í byrjun. Ég spurði Ólaf Jónas Sigurðsson, þjálfara Vals, hvort hann væri sama sinnis og hann tók í sama streng. „Við lögðum mikið uppúr því að koma tilbúnar til leiks strax í upphafi. Við vitum alveg hvernig Keflavík byrja leiki, þær byrja mjög aggressíft og við þurftum að vera á tánum til að mæta þeirra ákefð, sérstaklega hversu aggressífar þær eru varnarlega. Og við sáum það alveg hérna í kvöld, við áttum eiginlega bara í erfiðleikum með að stilla upp í öllum leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur við það hvernig við mættum til leiks strax í byrjun.“ Valur leiddi allan leikinn en Keflavík tóku nokkur áhlaup og gerðu sig líklegrar en Valur átti alltaf svör. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta spilaðist hjá okkur í kvöld. Við vorum náttúrulega að spila við Keflavík. Þær þurfa bara 1-2 mínútur til að ná niður 10 stiga forskoti. Við vorum alltaf viðbúnar því að það kæmi „run“ og við vorum meðvitaðar um að stoppa alltaf um leið og þær næðu einhverju áhlaupi.“ Valur eru nú búnar að safna þremur sigrum í röð og eru í þéttum pakka í toppbaráttunni. Aðspurður um hvort Valur myndi ekki setja stefnuna á fyrsta sætið sagði Ólafur að það væri ekkert annað í boði. „Að sjálfsögðu. Það væri í rauninni fáránlegt ef við myndum ekki gera það. En við tökum samt bara einn leik í einu. Við höfum verið að vinna með það í vetur og setjum núna fókusinn á næsta verkefni sem eru Haukar. Við vorum að spila á móti þeim og vitum að þær mæta dýrvitlausar. Við unnum þær síðast og ætlum að mæta grimmar í þann leik.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík | Valskonur tylltu sér á toppinn Valskonur tylltu sér topp Subway-deildar kvenna í körfubolta með góðum ellefu stiga sigri á Keflavík í kvöld, 84-73. 9. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Valskonur náðu undirtökum í leik kvöldsins gegn Keflavík strax í upphafi, en þær komu stöðunni í 13-2 í byrjun. Ég spurði Ólaf Jónas Sigurðsson, þjálfara Vals, hvort hann væri sama sinnis og hann tók í sama streng. „Við lögðum mikið uppúr því að koma tilbúnar til leiks strax í upphafi. Við vitum alveg hvernig Keflavík byrja leiki, þær byrja mjög aggressíft og við þurftum að vera á tánum til að mæta þeirra ákefð, sérstaklega hversu aggressífar þær eru varnarlega. Og við sáum það alveg hérna í kvöld, við áttum eiginlega bara í erfiðleikum með að stilla upp í öllum leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur við það hvernig við mættum til leiks strax í byrjun.“ Valur leiddi allan leikinn en Keflavík tóku nokkur áhlaup og gerðu sig líklegrar en Valur átti alltaf svör. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta spilaðist hjá okkur í kvöld. Við vorum náttúrulega að spila við Keflavík. Þær þurfa bara 1-2 mínútur til að ná niður 10 stiga forskoti. Við vorum alltaf viðbúnar því að það kæmi „run“ og við vorum meðvitaðar um að stoppa alltaf um leið og þær næðu einhverju áhlaupi.“ Valur eru nú búnar að safna þremur sigrum í röð og eru í þéttum pakka í toppbaráttunni. Aðspurður um hvort Valur myndi ekki setja stefnuna á fyrsta sætið sagði Ólafur að það væri ekkert annað í boði. „Að sjálfsögðu. Það væri í rauninni fáránlegt ef við myndum ekki gera það. En við tökum samt bara einn leik í einu. Við höfum verið að vinna með það í vetur og setjum núna fókusinn á næsta verkefni sem eru Haukar. Við vorum að spila á móti þeim og vitum að þær mæta dýrvitlausar. Við unnum þær síðast og ætlum að mæta grimmar í þann leik.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík | Valskonur tylltu sér á toppinn Valskonur tylltu sér topp Subway-deildar kvenna í körfubolta með góðum ellefu stiga sigri á Keflavík í kvöld, 84-73. 9. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík | Valskonur tylltu sér á toppinn Valskonur tylltu sér topp Subway-deildar kvenna í körfubolta með góðum ellefu stiga sigri á Keflavík í kvöld, 84-73. 9. febrúar 2022 21:55
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti