„Lögðum mikið upp úr því að koma tilbúnar til leiks“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 9. febrúar 2022 22:48 Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigur liðsins gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Valskonur náðu undirtökum í leik kvöldsins gegn Keflavík strax í upphafi, en þær komu stöðunni í 13-2 í byrjun. Ég spurði Ólaf Jónas Sigurðsson, þjálfara Vals, hvort hann væri sama sinnis og hann tók í sama streng. „Við lögðum mikið uppúr því að koma tilbúnar til leiks strax í upphafi. Við vitum alveg hvernig Keflavík byrja leiki, þær byrja mjög aggressíft og við þurftum að vera á tánum til að mæta þeirra ákefð, sérstaklega hversu aggressífar þær eru varnarlega. Og við sáum það alveg hérna í kvöld, við áttum eiginlega bara í erfiðleikum með að stilla upp í öllum leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur við það hvernig við mættum til leiks strax í byrjun.“ Valur leiddi allan leikinn en Keflavík tóku nokkur áhlaup og gerðu sig líklegrar en Valur átti alltaf svör. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta spilaðist hjá okkur í kvöld. Við vorum náttúrulega að spila við Keflavík. Þær þurfa bara 1-2 mínútur til að ná niður 10 stiga forskoti. Við vorum alltaf viðbúnar því að það kæmi „run“ og við vorum meðvitaðar um að stoppa alltaf um leið og þær næðu einhverju áhlaupi.“ Valur eru nú búnar að safna þremur sigrum í röð og eru í þéttum pakka í toppbaráttunni. Aðspurður um hvort Valur myndi ekki setja stefnuna á fyrsta sætið sagði Ólafur að það væri ekkert annað í boði. „Að sjálfsögðu. Það væri í rauninni fáránlegt ef við myndum ekki gera það. En við tökum samt bara einn leik í einu. Við höfum verið að vinna með það í vetur og setjum núna fókusinn á næsta verkefni sem eru Haukar. Við vorum að spila á móti þeim og vitum að þær mæta dýrvitlausar. Við unnum þær síðast og ætlum að mæta grimmar í þann leik.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík | Valskonur tylltu sér á toppinn Valskonur tylltu sér topp Subway-deildar kvenna í körfubolta með góðum ellefu stiga sigri á Keflavík í kvöld, 84-73. 9. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ Sjá meira
Valskonur náðu undirtökum í leik kvöldsins gegn Keflavík strax í upphafi, en þær komu stöðunni í 13-2 í byrjun. Ég spurði Ólaf Jónas Sigurðsson, þjálfara Vals, hvort hann væri sama sinnis og hann tók í sama streng. „Við lögðum mikið uppúr því að koma tilbúnar til leiks strax í upphafi. Við vitum alveg hvernig Keflavík byrja leiki, þær byrja mjög aggressíft og við þurftum að vera á tánum til að mæta þeirra ákefð, sérstaklega hversu aggressífar þær eru varnarlega. Og við sáum það alveg hérna í kvöld, við áttum eiginlega bara í erfiðleikum með að stilla upp í öllum leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur við það hvernig við mættum til leiks strax í byrjun.“ Valur leiddi allan leikinn en Keflavík tóku nokkur áhlaup og gerðu sig líklegrar en Valur átti alltaf svör. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta spilaðist hjá okkur í kvöld. Við vorum náttúrulega að spila við Keflavík. Þær þurfa bara 1-2 mínútur til að ná niður 10 stiga forskoti. Við vorum alltaf viðbúnar því að það kæmi „run“ og við vorum meðvitaðar um að stoppa alltaf um leið og þær næðu einhverju áhlaupi.“ Valur eru nú búnar að safna þremur sigrum í röð og eru í þéttum pakka í toppbaráttunni. Aðspurður um hvort Valur myndi ekki setja stefnuna á fyrsta sætið sagði Ólafur að það væri ekkert annað í boði. „Að sjálfsögðu. Það væri í rauninni fáránlegt ef við myndum ekki gera það. En við tökum samt bara einn leik í einu. Við höfum verið að vinna með það í vetur og setjum núna fókusinn á næsta verkefni sem eru Haukar. Við vorum að spila á móti þeim og vitum að þær mæta dýrvitlausar. Við unnum þær síðast og ætlum að mæta grimmar í þann leik.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík | Valskonur tylltu sér á toppinn Valskonur tylltu sér topp Subway-deildar kvenna í körfubolta með góðum ellefu stiga sigri á Keflavík í kvöld, 84-73. 9. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík | Valskonur tylltu sér á toppinn Valskonur tylltu sér topp Subway-deildar kvenna í körfubolta með góðum ellefu stiga sigri á Keflavík í kvöld, 84-73. 9. febrúar 2022 21:55