Þætti vænt um ef bankarnir kæmu með tillögu um hvernig létta á undir heimilunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 10. febrúar 2022 21:37 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra talar fyrir því að bankarnir leggi sitt á vogarskálarnar til að létta undir heimilunum sem horfa fram á erfiða stöðu vegna vaxtahækkana. Vísir/Vilhelm Stóru viðskiptabankarnir þrír skila allir methagnaði á síðasta ári enda höfðu stjórnvöld gert rekstrarumhverfi þeirra hagstætt í faraldrinum. Íslandsbanki birti í dag hagnað upp á 23,7 milljarða króna en áður hafði Landsbankinn greint frá 28,9 milljarða hagnaði og Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða. Landsbankinn hefur greint frá því að hluthöfum verði greiddir rúmir 14 milljarðar í arð, en ríkið á um 95 prósent í bankanum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur kallað eftir því að bankarnir í landinu taki þátt í að koma samfélaginu út úr faraldrinum. Með „ofurhagnaði“ sínum séu þeir í góðri stöðu til að létta undir með heimilunum, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. „Ég tel bara mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því tímabili sem er framundan, þessu svokallaða „post-Covid“ tímabili. Það er mjög augljóst að þessar vaxtahækkanir koma mjög misvel við heimilin í landinu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir þessa aðstoð sérstaklega mikilvæga fyrir ungt fólk og tekjulága, sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna vaxtahækkana. „Sum heimili skulda lítið og þá kemur þetta ekki eins illa við þau en svo er það unga fólkið sem er jafnvel nýfarið inn á markaðinn. Þá er þetta erfitt og ég tel að bankarnir eigi að koma að þessu og aðstoða þessi heimili og líka tekjulægstu heimilin,“ segir Lilja. En hvernig leggur hún til að farið verði að þessu? „Ég er svolítið að varpa boltanum yfir til þeirra en eins og við vitum er hluti af þeim í ríkiseigu og mér þætti hreinlega vænt um það ef þeir kæmu sjálfi með tillögu að þessu,“ segir Lilja og nefnir að stjórnvöld geti líka gripið inn í og nefnir til dæmis aðferðir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. „Árið 1981 setti hún á svona skatt til að koma til móts við akkúrat svipaðar aðstæður til að jafna stöðu fólksins í landinu,“ segir Lilja og segist stöðugt ræða efnahagsmálin við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við erum alltaf að ræða efnahagsmálin,“ segir Lilja. Efnahagsmál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Íslandsbanki birti í dag hagnað upp á 23,7 milljarða króna en áður hafði Landsbankinn greint frá 28,9 milljarða hagnaði og Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða. Landsbankinn hefur greint frá því að hluthöfum verði greiddir rúmir 14 milljarðar í arð, en ríkið á um 95 prósent í bankanum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur kallað eftir því að bankarnir í landinu taki þátt í að koma samfélaginu út úr faraldrinum. Með „ofurhagnaði“ sínum séu þeir í góðri stöðu til að létta undir með heimilunum, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. „Ég tel bara mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því tímabili sem er framundan, þessu svokallaða „post-Covid“ tímabili. Það er mjög augljóst að þessar vaxtahækkanir koma mjög misvel við heimilin í landinu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir þessa aðstoð sérstaklega mikilvæga fyrir ungt fólk og tekjulága, sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna vaxtahækkana. „Sum heimili skulda lítið og þá kemur þetta ekki eins illa við þau en svo er það unga fólkið sem er jafnvel nýfarið inn á markaðinn. Þá er þetta erfitt og ég tel að bankarnir eigi að koma að þessu og aðstoða þessi heimili og líka tekjulægstu heimilin,“ segir Lilja. En hvernig leggur hún til að farið verði að þessu? „Ég er svolítið að varpa boltanum yfir til þeirra en eins og við vitum er hluti af þeim í ríkiseigu og mér þætti hreinlega vænt um það ef þeir kæmu sjálfi með tillögu að þessu,“ segir Lilja og nefnir að stjórnvöld geti líka gripið inn í og nefnir til dæmis aðferðir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. „Árið 1981 setti hún á svona skatt til að koma til móts við akkúrat svipaðar aðstæður til að jafna stöðu fólksins í landinu,“ segir Lilja og segist stöðugt ræða efnahagsmálin við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við erum alltaf að ræða efnahagsmálin,“ segir Lilja.
Efnahagsmál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57
Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21