„Þetta eru bara vonbrigði, að sjálfsögðu. Vonbrigði yfir því hvað við koðnuðum undan því og brugðumst illa við þegar að Stjörnumenn bættu í hörkuna.“
Kári Jónsson hafði varla klikkað úr skoti fyrir fjórða leikhlutann og var 7/7 í þristum en Stjarnan lokaði vel á hann undir lokin.
„Hann fékk tvo fín skot hérna í fjórða en heilt yfir þá náðu þeir að koma okkur útúr okkar sóknarleik. Dekka okkur stíft upp allan völlinn og riðla þannig okkar leik. Það og þessir sjö töpuðu boltar í 4. leikhluta, þeir voru rándýrir.“
Og talandi um stífa vörn, þá var óvenju mikill munur á dæmdum villum í þessum leik. 20 villur á Val en aðeins 12 á Stjörnuna, þrátt fyrir að þeir væru að ganga nokkuð hart fram í vörninni. Finnur vildi þó alls ekki kennara dómurunum um þetta tap.
„Þetta er hörkuflott þríeyki dómara sem dæmdi bara heilt yfir vel. Maður er kannski óánægður með einhverja tvo dóma en þegar maður kíkir á tölfræðiblaðið eftir leik þá er svolítið skrítið að sjá að við tökum að ég held 3 víti í leiknum meðan þeir taka 22. Svona miðað við hvað þeir spiluðu hart hérna í fjórða þá hefði kannski verið hægt að dæma eitthvað þar. En þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður undir pressunni, og þetta er það sem koma skal í þessari keppni. Ef við ætlum að fara að horfa á dómarana og finna þá sem sökudólga þegar okkur gengur illa þá kann það aldrei góðri lukku að stýra.“